Enski boltinn

Hazard getur hugsað sér að enda ferilinn hjá Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hazard er kóngurinn hjá Chelsea.
Hazard er kóngurinn hjá Chelsea. vísir/getty

Það hefur mikið verið rætt og ritað um framtíð Belgans Eden Hazard, leikmanns Chelsea, og hann oftar en ekki orðaður við stóru liðin á Spáni.

Þessi 27 ára gamli snillingur hefur spilað stórkostlega fyrir Chelsea í vetur og líkar lífið vel þar.

„Ég gæti alveg klárað ferilinn hjá Chelsea. Það væri ekkert vandamál. Ég er sáttur við félagið og fjölskyldunni líður vel hérna,“ sagði Hazard en hann hefur áður gefið því undir fótinn að fara til Spánar.

„Það er ekkert vandamál þó svo ég spili aldrei á Spáni. Ég elska stuðningsmenn Chelsea og held að þeir elski mig. Ég verð áfram hamingjusamur.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.