Enski boltinn

Gylfi á forsíðunni um helgina

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson ræðir fótboltann og lífið.
Gylfi Þór Sigurðsson ræðir fótboltann og lífið. mynd/everton

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í enska úrvalsdeildarliðinu Everton taka á móti Crystal Palce á sunnudaginn en úrvalsdeildin fer aftur af stað eftir landsleikjafrí í hádeginu á morgun.

Gylfi hefur farið frábærlega af stað með Everton og slegið algjörlega í gegn í síðustu leikjum. Hann er búinn að skora fjögur mörk í síðustu þremur leikjum og hefur fjölgað lykilsendingum sínum til muna.The Guardian setti Gylfa í gær í annað sætið yfir leikmenn sem hafa bætt sig mest á milli leiktíða en þar stóð í umsögn um Hafnfirðinginn að nú væri Everton að fá það sem það keypti fyrir 45 milljónir punda í fyrra.

Það er því kannski við hæfi að Gylfi Þór prýði forsíðu leikjadagskrár Everton á Goodison Park um helgina þegar að Palace kemur í heimsókn en þar er íslenski landsliðsmaðurinn í viðtali.

Gylfi talar þar um uppruna sinn í Hafnarfirðinum og hvernig faðir hans og bróðir hjálpuðu honum að komast á þann stað sem að hann er í dag. Vafalítið áhugaverð lesning sem vallargestir í Guttagarði geta farið yfir á sunnudaginn.

Gylfi á forsíðunni. mynd/everton


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.