Erlent

Náðu ekki að breyta nafninu í Norður-Makedónía

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Frá kjörstað í gær.
Frá kjörstað í gær. vísir/epa
Of lítil kjörsókn var í þjóðaratkvæðagreiðslu Makedóna um að breyta nafni ríkisins í Norður-Makedónía til að atkvæðagreiðslan teljist bindandi. Meirihluti á kjörskrá þurfti að taka þátt en það gerði aðeins rúmur þriðjungur.Íhaldsmenn sniðgengu atkvæðagreiðsluna, meðal annars forsetinn Gjorgje Ivanov. Af þeim sem mættu á kjörstað studdu langflestir breytinguna, eða um níutíu prósent samkvæmt þeim tölum sem höfðu borist þegar Fréttablaðið fór í prentun.Ástæðuna fyrir tilrauninni til að breyta um nafn má rekja til langrar deilu við Grikkland. Í Grikklandi finnst héraðið Makedónía og meirihluti hins sögulega konungdæmis Makedóníu, sem til dæmis Alexander mikli stýrði. Grikkir hafa lengi krafist þess að þetta fyrrverandi Júgóslavíuríki breyti nafni sínu vegna þessa.Zoran Zaev forsætisráðherra hefur barist fyrir nafnbreytingunni. Hann hefur meðal annars minnt á að vilji Makedónar ganga í Evrópusambandið eða Atlantshafsbandalagið sé nauðsynlegt að breyta nafninu. Annars geti Grikkir sífellt beitt neitunarvaldi sínu og komið þannig í veg fyrir aðild Makedóna. Ríkisstjórnin gerði þess vegna samning við Grikki. Grikkir myndu styðja aðildarumsóknir Makedóna, breyttu þeir nafni ríkisins. Ráðherrann sagði eftir að fyrir lá að kjörsókn var of lítil að hann myndi boða til nýrra þingkosninga ef stjórnarandstaðan „virti ekki vilja fólksins“.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.