Guðni boðar skipulagsbreytingar hjá KSÍ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. október 2018 09:00 Guðni Bergsson, formaður KSÍ. ksí Í dag eru 596 dagar síðan Guðni Bergsson hóf störf sem formaður KSÍ. Fyrsta daginn sagðist hann vera maður breytinga og boðaði komu yfirmanns knattspyrnumála hjá sambandinu. Það sér nú til lands í því máli tæpum 600 dögum síðar. „Það eru skipulagsbreytingar fram undan hjá okkur. Við höfum farið í stefnumótun og það er von á fréttum að hausti eins og við sögðum áður,“ segir Guðni en ekki virðist liggja fyrir að nýja staðan verði kölluð yfirmaður knattspyrnumála eftir allt saman.Veit að menn bíða með óþreyju eftir þessu „Við erum að fara í gegnum þessar skipulagsbreytingar og þá sjáum við hvernig ráðningum verður hagað. Ég veit að menn bíða með óþreyju eftir þessu en þetta fer að koma í ljós, sama hvað þessi tiltekna staða mun heita og svo framvegis. Það eru skipulagsbreytingar fram undan og það verður mönnuð staða í þá veru sem hingað til hefur verið kölluð yfirmaður knattspyrnumála.“ Formaðurinn hefur verið margoft spurður út í þetta mál síðan hann tók við starfinu og svörin öll á sama veg. Það sé mikilvægt að vinna málið vel og það sé í vinnslu. Eftir stendur spurningin hvort það sé eðlilegt að það taki yfir 600 daga að ráða í starfið?Vildum vanda til verka „KSÍ hefur verið til í 70 ár án þess að ráða yfirmann knattspyrnumála. Þessi staða var ekki inn á fjárhagsáætlun síðasta árs en er komin inn á fjárhagsáætlun núna. Það hefur verið lögð áhersla á það í hreyfingunni að fjárhagsáætlunum sé fylgt,“ segir Guðni og bætir við að skammt sé í að loksins verði ráðið í stöðuna. „Í fjárhagsáætluninni var gert ráð fyrir því að eftir sumarið yrði ráðið í þessa stöðu. Við vildum líka vanda vel til verka hvernig við breytum okkar skipulagi til framtíðar. Tímabilinu er nýlokið og það mun væntanlega skýrast í þessum mánuði hvað við ætlum að gera.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðni: Ég er maður breytinga Guðni Bergsson mætti í fyrsta sinn til vinnu sem formaður KSÍ í dag. 13. febrúar 2017 18:51 Starf yfirmanns knattspyrnumála hjá KSÍ verður auglýst á næsta ári Þótt níu mánuðir séu síðan Guðni Bergsson tók við sem formaður KSÍ bólar ekkert á yfirmanni knattspyrnumála. Helsta kosningaloforð Guðna var að koma á slíku embætti hjá KSÍ. 27. nóvember 2017 19:15 Guðni tekur til hendinni á skrifstofu KSÍ Pálma Jónssyni, fjármálastjóra KSÍ og starfsmanni á skrifstofu til tuttugu ára, hefur verið sagt upp störfum. 12. maí 2017 16:15 Eiður Smári hefur áhuga á því að vera yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ Eiður Smári Guðjohnsen var sérfræðingur hjá RÚV í gær á landsleik Íslands og Króatíu. Þar var rætt um meira en leikinn. 12. júní 2017 10:45 Guðni Bergs ætlar að tala í 15 mínútur um stöðu yfirmanns knattspyrnumála á formannafundinum Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga Knattspyrnusambands Íslands fer fram í höfuðstöðvum KSÍ á morgun, laugardaginn 25. nóvember. 24. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Sjá meira
Í dag eru 596 dagar síðan Guðni Bergsson hóf störf sem formaður KSÍ. Fyrsta daginn sagðist hann vera maður breytinga og boðaði komu yfirmanns knattspyrnumála hjá sambandinu. Það sér nú til lands í því máli tæpum 600 dögum síðar. „Það eru skipulagsbreytingar fram undan hjá okkur. Við höfum farið í stefnumótun og það er von á fréttum að hausti eins og við sögðum áður,“ segir Guðni en ekki virðist liggja fyrir að nýja staðan verði kölluð yfirmaður knattspyrnumála eftir allt saman.Veit að menn bíða með óþreyju eftir þessu „Við erum að fara í gegnum þessar skipulagsbreytingar og þá sjáum við hvernig ráðningum verður hagað. Ég veit að menn bíða með óþreyju eftir þessu en þetta fer að koma í ljós, sama hvað þessi tiltekna staða mun heita og svo framvegis. Það eru skipulagsbreytingar fram undan og það verður mönnuð staða í þá veru sem hingað til hefur verið kölluð yfirmaður knattspyrnumála.“ Formaðurinn hefur verið margoft spurður út í þetta mál síðan hann tók við starfinu og svörin öll á sama veg. Það sé mikilvægt að vinna málið vel og það sé í vinnslu. Eftir stendur spurningin hvort það sé eðlilegt að það taki yfir 600 daga að ráða í starfið?Vildum vanda til verka „KSÍ hefur verið til í 70 ár án þess að ráða yfirmann knattspyrnumála. Þessi staða var ekki inn á fjárhagsáætlun síðasta árs en er komin inn á fjárhagsáætlun núna. Það hefur verið lögð áhersla á það í hreyfingunni að fjárhagsáætlunum sé fylgt,“ segir Guðni og bætir við að skammt sé í að loksins verði ráðið í stöðuna. „Í fjárhagsáætluninni var gert ráð fyrir því að eftir sumarið yrði ráðið í þessa stöðu. Við vildum líka vanda vel til verka hvernig við breytum okkar skipulagi til framtíðar. Tímabilinu er nýlokið og það mun væntanlega skýrast í þessum mánuði hvað við ætlum að gera.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðni: Ég er maður breytinga Guðni Bergsson mætti í fyrsta sinn til vinnu sem formaður KSÍ í dag. 13. febrúar 2017 18:51 Starf yfirmanns knattspyrnumála hjá KSÍ verður auglýst á næsta ári Þótt níu mánuðir séu síðan Guðni Bergsson tók við sem formaður KSÍ bólar ekkert á yfirmanni knattspyrnumála. Helsta kosningaloforð Guðna var að koma á slíku embætti hjá KSÍ. 27. nóvember 2017 19:15 Guðni tekur til hendinni á skrifstofu KSÍ Pálma Jónssyni, fjármálastjóra KSÍ og starfsmanni á skrifstofu til tuttugu ára, hefur verið sagt upp störfum. 12. maí 2017 16:15 Eiður Smári hefur áhuga á því að vera yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ Eiður Smári Guðjohnsen var sérfræðingur hjá RÚV í gær á landsleik Íslands og Króatíu. Þar var rætt um meira en leikinn. 12. júní 2017 10:45 Guðni Bergs ætlar að tala í 15 mínútur um stöðu yfirmanns knattspyrnumála á formannafundinum Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga Knattspyrnusambands Íslands fer fram í höfuðstöðvum KSÍ á morgun, laugardaginn 25. nóvember. 24. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Sjá meira
Guðni: Ég er maður breytinga Guðni Bergsson mætti í fyrsta sinn til vinnu sem formaður KSÍ í dag. 13. febrúar 2017 18:51
Starf yfirmanns knattspyrnumála hjá KSÍ verður auglýst á næsta ári Þótt níu mánuðir séu síðan Guðni Bergsson tók við sem formaður KSÍ bólar ekkert á yfirmanni knattspyrnumála. Helsta kosningaloforð Guðna var að koma á slíku embætti hjá KSÍ. 27. nóvember 2017 19:15
Guðni tekur til hendinni á skrifstofu KSÍ Pálma Jónssyni, fjármálastjóra KSÍ og starfsmanni á skrifstofu til tuttugu ára, hefur verið sagt upp störfum. 12. maí 2017 16:15
Eiður Smári hefur áhuga á því að vera yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ Eiður Smári Guðjohnsen var sérfræðingur hjá RÚV í gær á landsleik Íslands og Króatíu. Þar var rætt um meira en leikinn. 12. júní 2017 10:45
Guðni Bergs ætlar að tala í 15 mínútur um stöðu yfirmanns knattspyrnumála á formannafundinum Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga Knattspyrnusambands Íslands fer fram í höfuðstöðvum KSÍ á morgun, laugardaginn 25. nóvember. 24. nóvember 2017 10:00