Ímynd Bandaríkjanna hrakar í forsetatíð Trump Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2018 23:56 Álit á Bandaríkjunum tók dýfu í könnun Pew í fyrra, árið sem Trump tók við forsetaembætti. Vísir/Getty Almenningur í tuttugu og fimm löndum hefur meiri trú á leiðtogahæfileikum Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og Xi Jinping, forseta Kína, en Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Ný skoðanakönnun leiðir í ljós að álit fjölda þjóða á Bandaríkjunum heldur áfram að minnka, ekki síst í Evrópu. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert margt til að snúa íbúum hefðbundinna bandalagsríkja Bandaríkjanna gegn þeim að undanförnum. Hann hefur lagt tolla á innflutningsvörur helstu nágrannaþjóða og bandamanna, dregið Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu og kjarnorkusamningnum við Íran og hallað sér að einræðisherrum eins og Pútín og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Könnun Pew-rannsóknarstofnunarinnar á viðhorfum fólks í 25 löndum sýnir að álit margra þjóða á Bandaríkjunum, sem minnkaði verulega eftir að Trump tók við sem forseti í fyrra, heldur áfram að dvína, að því er segir í frétt Reuters. Þannig hafa aðeins 30% Þjóðverja jákvæða sín á Bandaríkin um þessar mundir. Það er fimm prósentustigum færri en í fyrra. Rétt undir 40% Frakka og Kanadamanna eru jákvæð í garð Bandaríkjanna. Mest ánægju með Bandaríkin er í Ísrael, Filippseyjum og Suður-Kóreu þar sem um og yfir 80% eru jákvæð. Þegar litið er til meðaltals allra þjóðanna sagðist helmingur jákvæður í garð Bandaríkjanna en 43% neikvæð. Traustið á Trump sjálfum er enn lægra. Á Spáni, í Frakklandi og Þýskalandi hafa aðeins á bilinu 7-10% trú á leiðtogahæfileikum Bandaríkjaforseta. Meirihluti hafði ekki trú á Trump í tuttugu af ríkjunum sem könnunin náði til. Mesta trú höfðu svarendur á Angelu Merkel kanslara Þýskalands. Hún var eini leiðtoginn sem spurt var um sem meirihluti bar traust til, 52%. Það er um helmingi fleiri en báru traust til Trump. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Almenningur í tuttugu og fimm löndum hefur meiri trú á leiðtogahæfileikum Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og Xi Jinping, forseta Kína, en Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Ný skoðanakönnun leiðir í ljós að álit fjölda þjóða á Bandaríkjunum heldur áfram að minnka, ekki síst í Evrópu. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert margt til að snúa íbúum hefðbundinna bandalagsríkja Bandaríkjanna gegn þeim að undanförnum. Hann hefur lagt tolla á innflutningsvörur helstu nágrannaþjóða og bandamanna, dregið Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu og kjarnorkusamningnum við Íran og hallað sér að einræðisherrum eins og Pútín og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Könnun Pew-rannsóknarstofnunarinnar á viðhorfum fólks í 25 löndum sýnir að álit margra þjóða á Bandaríkjunum, sem minnkaði verulega eftir að Trump tók við sem forseti í fyrra, heldur áfram að dvína, að því er segir í frétt Reuters. Þannig hafa aðeins 30% Þjóðverja jákvæða sín á Bandaríkin um þessar mundir. Það er fimm prósentustigum færri en í fyrra. Rétt undir 40% Frakka og Kanadamanna eru jákvæð í garð Bandaríkjanna. Mest ánægju með Bandaríkin er í Ísrael, Filippseyjum og Suður-Kóreu þar sem um og yfir 80% eru jákvæð. Þegar litið er til meðaltals allra þjóðanna sagðist helmingur jákvæður í garð Bandaríkjanna en 43% neikvæð. Traustið á Trump sjálfum er enn lægra. Á Spáni, í Frakklandi og Þýskalandi hafa aðeins á bilinu 7-10% trú á leiðtogahæfileikum Bandaríkjaforseta. Meirihluti hafði ekki trú á Trump í tuttugu af ríkjunum sem könnunin náði til. Mesta trú höfðu svarendur á Angelu Merkel kanslara Þýskalands. Hún var eini leiðtoginn sem spurt var um sem meirihluti bar traust til, 52%. Það er um helmingi fleiri en báru traust til Trump.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira