Sýklalyfjanotkun á Íslandi jókst í fyrra en ónæmi enn lágt 2. október 2018 17:50 Starfshópur heilbrigðisráðherra skilaði skýrslu um aðgerðir gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis í fyrra. Notkun sýklalyfja jókst í fyrra miðað við árið á undan. Fréttablaðið/EYÞÓR Notkun á sýklalyfjum hjá mönnum jókst um 3,2% í fyrra og er notkunin á Íslandi áfram sú mesta á Norðurlöndunum. Engu að síður er sýklalyfjaónæmi fremur lágt á Íslandi miðað við nágrannaþjóðir og notkum sýklalyfja hjá dýrum ein sú minnsta í Evrópu. Í nýrri skýrslu um sýklalyfjanotkun og algengi sýklalyfjaónæmi baktería kemur fram að aukningin á milli ára skýrist að mestu leyti af aukinni notkun svonefndra tetracýklín lyfja og breiðvirkra sýklalyfja, einkum pensillíns og cefalóspórína. Notkunin á Íslandi er áfram sú mesta á Norðurlöndunum en í evrópskum samanburði er hún í meðallagi. Annars staðar á Norðurlöndunum dró úr notkun sýklalyfja hjá mönnum miðað við árið 2016. Á Íslandi var notkun sýklalyfja hlutfallslega mest hjá fólki 65 ára og eldra og því næst hjá börnum yngri en fimm ára. Nokkur breytileiki var í notkun sýklalyfja eftir landshlutum. Hlutfallslega er hún mest á höfuðborgarsvæðinu en notkunin fór vaxandi þar, á Austurlandi og Norðurlandi vestra. Heimilis- og heilsugæslulæknar ávísuðu mest af sýklalyfjum í fyrra en barnalæknar voru í öðru sæti í ávísunum til barna. Skýrsluhöfundar segja að á óvart komi hversu mikið af sýklalyfjum var ávísað af læknanemum.Komu með nær algerlega ónæmar bakteríur til landsins Áhyggjur af bakteríum sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum vegna ofnotkunar þeirra hafa farið vaxandi víða um heim undanfarin ár. Í frétt á vef Matvælastofnunar kemur fram að í ár hafi vinna með læknum hafist til þess að efla vitund þeirra um bættar ávísanavenjur sýklalyfja til að draga úr notkuninni. Þá hafi eftirlit með sýklalyfjaónæmum bakteríum í matvælum verið hert og rannsóknir á eðli dreifingar sýklalyfjaónæmis efldar. Skýrsluhöfundar lýsa áhyggjum af því að tveir einstaklingar sem komu erlendis frá hafi greinst með bakteríur sem vísbendingar séu um að séu ónæmar fyrir svo til öllum sýklalyfjum. Það veki ugg um að slíkar bakteríur séu að ná fótfestu á Íslandi eins og gerst hafi í öðrum löndum. Heilbrigðismál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Sjá meira
Notkun á sýklalyfjum hjá mönnum jókst um 3,2% í fyrra og er notkunin á Íslandi áfram sú mesta á Norðurlöndunum. Engu að síður er sýklalyfjaónæmi fremur lágt á Íslandi miðað við nágrannaþjóðir og notkum sýklalyfja hjá dýrum ein sú minnsta í Evrópu. Í nýrri skýrslu um sýklalyfjanotkun og algengi sýklalyfjaónæmi baktería kemur fram að aukningin á milli ára skýrist að mestu leyti af aukinni notkun svonefndra tetracýklín lyfja og breiðvirkra sýklalyfja, einkum pensillíns og cefalóspórína. Notkunin á Íslandi er áfram sú mesta á Norðurlöndunum en í evrópskum samanburði er hún í meðallagi. Annars staðar á Norðurlöndunum dró úr notkun sýklalyfja hjá mönnum miðað við árið 2016. Á Íslandi var notkun sýklalyfja hlutfallslega mest hjá fólki 65 ára og eldra og því næst hjá börnum yngri en fimm ára. Nokkur breytileiki var í notkun sýklalyfja eftir landshlutum. Hlutfallslega er hún mest á höfuðborgarsvæðinu en notkunin fór vaxandi þar, á Austurlandi og Norðurlandi vestra. Heimilis- og heilsugæslulæknar ávísuðu mest af sýklalyfjum í fyrra en barnalæknar voru í öðru sæti í ávísunum til barna. Skýrsluhöfundar segja að á óvart komi hversu mikið af sýklalyfjum var ávísað af læknanemum.Komu með nær algerlega ónæmar bakteríur til landsins Áhyggjur af bakteríum sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum vegna ofnotkunar þeirra hafa farið vaxandi víða um heim undanfarin ár. Í frétt á vef Matvælastofnunar kemur fram að í ár hafi vinna með læknum hafist til þess að efla vitund þeirra um bættar ávísanavenjur sýklalyfja til að draga úr notkuninni. Þá hafi eftirlit með sýklalyfjaónæmum bakteríum í matvælum verið hert og rannsóknir á eðli dreifingar sýklalyfjaónæmis efldar. Skýrsluhöfundar lýsa áhyggjum af því að tveir einstaklingar sem komu erlendis frá hafi greinst með bakteríur sem vísbendingar séu um að séu ónæmar fyrir svo til öllum sýklalyfjum. Það veki ugg um að slíkar bakteríur séu að ná fótfestu á Íslandi eins og gerst hafi í öðrum löndum.
Heilbrigðismál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Sjá meira