Fótbolti

Kostnaður KSÍ við þátttöku Íslands á HM tæpur milljarður króna

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Það kostar sitt að fara á HM.
Það kostar sitt að fara á HM. vísir/getty
Kostnaður Knattspyrnusambands Íslands við þátttöku íslenska landsliðsins í fótbolta á HM 2018 í Rússlandi voru 903 milljónir króna, að því fram kemur í fundargerð KSÍ frá stjórnarfundi 25. september.Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, kynnti á stjórnarfundinum drög að sex mánaða uppgjöri sambandsins en fram kemur að rekstrargjöld eru 40 prósent af áætlun ársins. Hafa ber þó í huga að stórir útgjaldaliðir falla á seinni hluta ársins.Klara kynnti einnig drög að uppgjöri KSÍ eftir HM í Rússlandi en þar var gert ráð fyrir að kostnaður við þátttöku strákanna okkar væri 914 milljónir króna. Miðað við bráðabirgðauppgjör er kostnaðurinn um 903 milljónir króna, að því fram kemur í fundargerðinni.Þar segir að stjórn KSÍ hafi lýst yfir ánægju með vandaða fjárhagsáætlun fyrir heimsmeistaramótið.Knattspyrnusambandið fékk ríflega 1,2 milljarða króna frá FIFA fyrir það að komast á HM en verðlaunafé var hækkað um tólf prósent á milli móta frá HM í Brasilíu 2014.Greiddar voru út 200 milljónir til aðildarfélaga KSÍ í ágúst en þeim var skipt niður eftir frammistöðu meistaraflokks karla og kvenna undanfarin tvö ár líkt og var gert við EM-peningana árið 2016.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.