Innlent

Stormur eða hvassviðri víða um land í dag

Birgir Olgeirsson skrifar
Gul viðvörun er í gildi fyrir nokkra landshluta.
Gul viðvörun er í gildi fyrir nokkra landshluta. Veðurstofa Íslands

Spáð er norðaustan og norðan stormi og hvassviðri í dag, 15-23 metrum á sekúndu, en hægari sunnan- og austanlands fram eftir degi. Rigning eða slydda, en þurrt að kalla sunnan heiða. Hiti 1 til 9 stig, mildast syðst. Norðan 10-18 metrar á sekúndu í kvöld, en 18-23 metrar á sekúndu á Suðausturlandi.

Er í gildi gul viðvörun fyrir Vestfirði, strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra og Suðausturland.

Mun hægari norðanátt á morgun og léttir víða til, en él norðaustan- og austanlands. Kólnandi veður, frost 0 til 8 stig um kvöldið.

Gengur í hvassa suðaustanátt á laugardag, með rigningu eða slyddu sunnan- og vestantil á landinu og hlýnar heldur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.