Hannesarholt neitar að sýna Nábrókar-Bjarna Atli Ísleifsson skrifar 4. október 2018 20:00 Þránur Þórarinsson segir það vera glapræði að ritstýra listamönnum. Mynd/Þrándur Þórarinsson Þrándi Þórarinssyni listmálara hefur verið meinað að sýna málverkið „Nábrókar-Bjarna“ á sýningu sinni sem opnuð verður í Hannesarholti um helgina. Á myndinni má sjá Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, klæðast svokölluðum nábrókum. Þrándur segist hafa fengið þau skilaboð frá forstöðumanni Hannesarholts að verkið hæfi ekki húsinu. „Hann sagði myndina vera andstyggilega og ljóta. Það fór fyrir brjóstið á forstöðumanninum að verið væri að setja lifandi manneskju á þessa skelfilegu mynd,“ segir Þrándur í samtali við Vísi. Hann kveðst hafa átt fund með forstöðumanninum í dag, en ekki tekist að sannfæra hann um að það væri glapræði að ritstýra listamönnum. „Það veit aldrei á gott. En það fór sem fór.“Ekki að fara að særa neinn Umrætt verk hefur bæði gengið undir nafninu „Skollabuxna-Bjarni“ eða „Nábrókar-Bjarni“. Samkvæmt þjóðtrúnni geta menn komist í álnir með því að flá lík fyrir neðan mitti og klæðast skinninu sem svonefndum nábrókum. Þrándur segist hafa bent á að með verkinu væri hann að upphefja gamla þjóðtrú. Hann telur fjarstæðukennt að verkið muni særa einhvern. Seldi verkið í dag Hann segist þó ekki vera sérstaklega ósáttur. „Ég var reyndar farinn að hlakka til að sýna þessa mynd. Ég hafði ekki sýnt hana hér á Íslandi áður. Þetta er ein af mínum uppáhaldsmyndum og hefur glatt fólk. Það er svolítið spælandi að fá ekki að sýna hana. Ég var reyndar að selja hana í dag, þannig að það var farsæll endir á því,“ segir Þrándur og bætir við að kaupendurnir séu par, fólk sem hann var með í menntaskóla á sínum tíma. Sýning Þrándar opnar á laugardaginn í Hannesarholti og stendur í mánuð. Ekki náðist í forstöðumann Hannesarholts við vinnslu fréttarinnar. Menning Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Þrándi Þórarinssyni listmálara hefur verið meinað að sýna málverkið „Nábrókar-Bjarna“ á sýningu sinni sem opnuð verður í Hannesarholti um helgina. Á myndinni má sjá Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, klæðast svokölluðum nábrókum. Þrándur segist hafa fengið þau skilaboð frá forstöðumanni Hannesarholts að verkið hæfi ekki húsinu. „Hann sagði myndina vera andstyggilega og ljóta. Það fór fyrir brjóstið á forstöðumanninum að verið væri að setja lifandi manneskju á þessa skelfilegu mynd,“ segir Þrándur í samtali við Vísi. Hann kveðst hafa átt fund með forstöðumanninum í dag, en ekki tekist að sannfæra hann um að það væri glapræði að ritstýra listamönnum. „Það veit aldrei á gott. En það fór sem fór.“Ekki að fara að særa neinn Umrætt verk hefur bæði gengið undir nafninu „Skollabuxna-Bjarni“ eða „Nábrókar-Bjarni“. Samkvæmt þjóðtrúnni geta menn komist í álnir með því að flá lík fyrir neðan mitti og klæðast skinninu sem svonefndum nábrókum. Þrándur segist hafa bent á að með verkinu væri hann að upphefja gamla þjóðtrú. Hann telur fjarstæðukennt að verkið muni særa einhvern. Seldi verkið í dag Hann segist þó ekki vera sérstaklega ósáttur. „Ég var reyndar farinn að hlakka til að sýna þessa mynd. Ég hafði ekki sýnt hana hér á Íslandi áður. Þetta er ein af mínum uppáhaldsmyndum og hefur glatt fólk. Það er svolítið spælandi að fá ekki að sýna hana. Ég var reyndar að selja hana í dag, þannig að það var farsæll endir á því,“ segir Þrándur og bætir við að kaupendurnir séu par, fólk sem hann var með í menntaskóla á sínum tíma. Sýning Þrándar opnar á laugardaginn í Hannesarholti og stendur í mánuð. Ekki náðist í forstöðumann Hannesarholts við vinnslu fréttarinnar.
Menning Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira