Vonast eftir kraftaverki til að geta áfram keyrt Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. október 2018 07:00 Ferðaþjónusta fatlaðra verður áfram þjónustuð en gjaldþrot gæti þýtt smávægilegt rask. Mynd úr safni. Fréttablaðið/Anton Brink „Þeir eru að keyra áfram og ég held að þetta komi ekki til með að trufla neitt stórkostlega aksturinn hjá okkur. Það er ákveðin varaáætlun sem við erum að skoða ef til kemur,“ segir Erlendur Pálsson, sviðstjóri akstursþjónustu Strætó. Á miðvikudag var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur gjaldþrotabeiðni Tollstjóra vegna vangreiddra opinberra gjalda akstursfyrirtækisins Prime Tours ehf. Fyrirtækið er einn af undirverktökum Strætó og sinnir meðal annars ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu. RÚV greindi fyrst frá yfirvofandi gjaldþroti fyrirtækisins á þriðjudag. Hjörleifur Harðarson, eigandi Prime Tours, segir að beiðnin hafi verið tekin fyrir en beðið sé eftir að skipaður verði skiptastjóri sem ákveða muni örlög félagsins. Áfram verði þó ekið, þar sem starfsfólk hafi einhent sér í að halda áfram að vinna. „Starfsfólkið ákvað upp á sitt eindæmi að ef ég myndi skaffa olíu og tæki þá myndi það vinna eins lengi og mögulegt er við að þjónusta ferðaþjónustu fatlaðra. Nú skilst mér að beðið sé eftir að skipa skiptastjóra sem mun ákveða hvort þetta verði rekið áfram eða hann loki þessu.“ Hjörleifur segir reksturinn í dag mjög góðan en glíman við skuldavandann, sem rekja megi til fyrrverandi framkvæmdastjóra, hafi reynst þeim um megn. „Fyrirtækið í dag er rekið með góðum hagnaði, við erum að þjónusta túrista líka samhliða þessu, það hefur verið drifkrafturinn í þessu. Maður vonast bara eftir kraftaverki. Það er skelfilegt að vera í þessari aðstöðu að bregðast starfsfólkinu,“ segir Hjörleifur og bætir við að það sé í raun sorglegt hversu lítið þurfti í stóra samhenginu til að halda rekstrinum áfram. 50 milljónir til að gera upp við kröfuhafa, halda áfram og vinna úr restinni á einu ári. „En það virðist enginn áhugi hjá fjárfestum að fjárfesta í ferðaþjónustu fatlaðra.“ Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, tekur undir með Erlendi að fyrirtækið sé tilbúið fyrir gjaldþrot Prime Tours, og að fylgst verði með þróun mála hjá þeim. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Sjá meira
„Þeir eru að keyra áfram og ég held að þetta komi ekki til með að trufla neitt stórkostlega aksturinn hjá okkur. Það er ákveðin varaáætlun sem við erum að skoða ef til kemur,“ segir Erlendur Pálsson, sviðstjóri akstursþjónustu Strætó. Á miðvikudag var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur gjaldþrotabeiðni Tollstjóra vegna vangreiddra opinberra gjalda akstursfyrirtækisins Prime Tours ehf. Fyrirtækið er einn af undirverktökum Strætó og sinnir meðal annars ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu. RÚV greindi fyrst frá yfirvofandi gjaldþroti fyrirtækisins á þriðjudag. Hjörleifur Harðarson, eigandi Prime Tours, segir að beiðnin hafi verið tekin fyrir en beðið sé eftir að skipaður verði skiptastjóri sem ákveða muni örlög félagsins. Áfram verði þó ekið, þar sem starfsfólk hafi einhent sér í að halda áfram að vinna. „Starfsfólkið ákvað upp á sitt eindæmi að ef ég myndi skaffa olíu og tæki þá myndi það vinna eins lengi og mögulegt er við að þjónusta ferðaþjónustu fatlaðra. Nú skilst mér að beðið sé eftir að skipa skiptastjóra sem mun ákveða hvort þetta verði rekið áfram eða hann loki þessu.“ Hjörleifur segir reksturinn í dag mjög góðan en glíman við skuldavandann, sem rekja megi til fyrrverandi framkvæmdastjóra, hafi reynst þeim um megn. „Fyrirtækið í dag er rekið með góðum hagnaði, við erum að þjónusta túrista líka samhliða þessu, það hefur verið drifkrafturinn í þessu. Maður vonast bara eftir kraftaverki. Það er skelfilegt að vera í þessari aðstöðu að bregðast starfsfólkinu,“ segir Hjörleifur og bætir við að það sé í raun sorglegt hversu lítið þurfti í stóra samhenginu til að halda rekstrinum áfram. 50 milljónir til að gera upp við kröfuhafa, halda áfram og vinna úr restinni á einu ári. „En það virðist enginn áhugi hjá fjárfestum að fjárfesta í ferðaþjónustu fatlaðra.“ Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, tekur undir með Erlendi að fyrirtækið sé tilbúið fyrir gjaldþrot Prime Tours, og að fylgst verði með þróun mála hjá þeim.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Sjá meira