Landsliðshópurinn valinn í dag: Fá ungu mennirnir kallið frá Hamrén? Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. október 2018 08:30 Arnór Sigurðsson á aðeins þrjá U21 árs leiki að baki. vísir/getty Erik Hamrén, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, tilkynnir í dag hópinn sem mætir Frakklandi í vináttuleik ytra og Sviss á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni. Íslenska liðið er í mjög erfiðum málum í Þjóðadeildinni eftir tvö slæm töp á móti Sviss og Belgíu í fyrstu tveimur umferðum riðlakeppninnar og því ekki útilokað að Hamrén hristi aðeins upp í hlutunum í dag. Hann fær þó aftur nokkra af bestu mönnum liðsins eins og Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason sem hvorugur voru með í síðustu leikjum. Spurningamerki er þó með fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson sem meiddist aftur á dögunum.Jón Dagur fór frá Fulham til Vendyssel.vísir/gettyYngstur í Meistaradeild Mesta eftirvæntingin í dag snýr að ungum strákum á borð við Albert Guðmundsson, Arnór Sigurðsson og Jón Dag Þorsteinsson en Albert, sem hefur byrjað vel með sínu nýja félagi AZ Alkmaar, var ekki í hópnum síðast þrátt fyrir að hafa farið með liðinu á HM. Arnór Sigurðsson hefur skotist upp á stjörnuhiminninn nánast á einni nóttu en þessi 19 ára gamli strákur varð yngsti Íslendingurinn til að spila Meistaradeildarleik á dögunum þegar að hann kom inn á í leik á móti Viktoria Plzen. Hann gerði svo enn betur og kom inn á í sigurleik á móti Evrópumeisturum Real Madrid á þriðjudagskvöldið, nánast sléttum tveimur árum eftir að hann spilaði sinn síðasta leik í Pepsi-deildinni sem varamaður.Kolbeinn kom inn á gegn Belgíu.vísir/gettySkoraði á móti FCK Jón Dagur Þorsteinsson tók skrefið frá Fulham til Vendyssel í dönsku úrvalsdeildinni til að fá að spila en þessi tvítugi uppaldi HK-ingur skoraði á dögunum beint úr aukaspyrnu á móti stórliði FCK í óvæntum sigri sinna manna. Einnig verður áhugavert í dag að sjá hvort Hamrén haldi áfram að velja Kolbein Sigþórsson sem að fær ekki mínútu með Nantes og virðist sem svo að hann muni ekki spila félagsliðafótbolta fyrr en á næsta ári þrátt fyrir að vera heill heilsu í fyrsta sinn í tvö ár. Hópurinn verður tilkynntur á blaðamannafundi KSÍ sem hefst klukkan 13.15 en Vísir verður með beina útsendingu frá fundinum í dag.Jón Dagur Þorsteinsson (@jondagur) scored a beauty for @VendsysselFF when they won @FCKobenhavn at home 2-1. Very important 3 points and brilliant game from Jón Dagur who´s born 1998 and is on loan from @FulhamFC. #TeamTotalFootballpic.twitter.com/OVQWfQqH9U — Total Football (@totalfl) September 30, 2018 Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Erik Hamrén, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, tilkynnir í dag hópinn sem mætir Frakklandi í vináttuleik ytra og Sviss á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni. Íslenska liðið er í mjög erfiðum málum í Þjóðadeildinni eftir tvö slæm töp á móti Sviss og Belgíu í fyrstu tveimur umferðum riðlakeppninnar og því ekki útilokað að Hamrén hristi aðeins upp í hlutunum í dag. Hann fær þó aftur nokkra af bestu mönnum liðsins eins og Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason sem hvorugur voru með í síðustu leikjum. Spurningamerki er þó með fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson sem meiddist aftur á dögunum.Jón Dagur fór frá Fulham til Vendyssel.vísir/gettyYngstur í Meistaradeild Mesta eftirvæntingin í dag snýr að ungum strákum á borð við Albert Guðmundsson, Arnór Sigurðsson og Jón Dag Þorsteinsson en Albert, sem hefur byrjað vel með sínu nýja félagi AZ Alkmaar, var ekki í hópnum síðast þrátt fyrir að hafa farið með liðinu á HM. Arnór Sigurðsson hefur skotist upp á stjörnuhiminninn nánast á einni nóttu en þessi 19 ára gamli strákur varð yngsti Íslendingurinn til að spila Meistaradeildarleik á dögunum þegar að hann kom inn á í leik á móti Viktoria Plzen. Hann gerði svo enn betur og kom inn á í sigurleik á móti Evrópumeisturum Real Madrid á þriðjudagskvöldið, nánast sléttum tveimur árum eftir að hann spilaði sinn síðasta leik í Pepsi-deildinni sem varamaður.Kolbeinn kom inn á gegn Belgíu.vísir/gettySkoraði á móti FCK Jón Dagur Þorsteinsson tók skrefið frá Fulham til Vendyssel í dönsku úrvalsdeildinni til að fá að spila en þessi tvítugi uppaldi HK-ingur skoraði á dögunum beint úr aukaspyrnu á móti stórliði FCK í óvæntum sigri sinna manna. Einnig verður áhugavert í dag að sjá hvort Hamrén haldi áfram að velja Kolbein Sigþórsson sem að fær ekki mínútu með Nantes og virðist sem svo að hann muni ekki spila félagsliðafótbolta fyrr en á næsta ári þrátt fyrir að vera heill heilsu í fyrsta sinn í tvö ár. Hópurinn verður tilkynntur á blaðamannafundi KSÍ sem hefst klukkan 13.15 en Vísir verður með beina útsendingu frá fundinum í dag.Jón Dagur Þorsteinsson (@jondagur) scored a beauty for @VendsysselFF when they won @FCKobenhavn at home 2-1. Very important 3 points and brilliant game from Jón Dagur who´s born 1998 and is on loan from @FulhamFC. #TeamTotalFootballpic.twitter.com/OVQWfQqH9U — Total Football (@totalfl) September 30, 2018
Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira