Innlent

Frost víða um land

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það eru bláar tölur í kortunum víða um landið.
Það eru bláar tölur í kortunum víða um landið. veðurstofa íslands

Það er spáð kólnandi veðri í dag og frosti víða um land í kvöld. Hlýnandi veðri er svo spáð á morgun að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands:

„Minnkandi norðanátt í dag, þó strekkingur austanlands. Það léttir víða til, en dálítil él á Norðausturlandi fram eftir degi og einnig stöku él suðaustanlands. Kólnandi veður, frost 0 til 8 stig í kvöld.

Gengur í hvassa suðaustanátt á morgun með slyddu eða rigningu og hlýnar heldur, en hægari vindur og þurrt norðaustantil á landinu.“

Veðurhorfur á landinu:

Norðan 8-13, hægari síðdegis en NV 8-15 A-lands. Léttir víða til í dag, en él á NA-landi fram á kvöld og stöku él SA-lands. Kólnandi, frost 0 til 8 stig í kvöld.

Gengur í hvassa suðaustanátt með slyddu eða rigningu á morgun, hægari og þurrt á NA-landi. Hiti 2 til 7 stig síðdegis. Lægir SV-til annað kvöld.

Á laugardag:
Gengur í hvassa suðaustanátt með rigningu eða slyddu, en hægari og þurrt NA-lands. Lægir á SV-landi um kvöldið. Hlýnandi, hiti 2 til 7 stig síðdegis.

Á sunnudag:
Vestlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Rigning eða slydda á N- og A-landi, annars stöku skúrir eða él. Hiti 0 til 5 stig.

Á mánudag:
Norðaustan 8-13 og él við norðurströndina, en hægari og úrkomulítið annars staðar. Hiti 0 til 5 stig, en í kringum frostmark í innsveitum.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Austlæg átt, skýjað og lítilsháttar slydda eða rigning öðru hverju. Hiti breytist lítið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.