Heilu hverfin sukku í for Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 8. október 2018 07:00 Gríðarleg eyðilegging átti sér stað á eyjunni Súlavesí í Indónesíu. Vísir/Getty Óttast er að þúsundir hafi farist í tveimur hverfum hafnarborgarinnar Palu í Indónesíu 28. september síðastliðinn þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir landið. Hverfin – Petobo og Balaroa– sukku ofan í forarsvað sem myndaðist í hamförunum. „Samkvæmt upplýsingum frá hverfisfulltrúum í Balaroa og Petobo þá eru það um 5.000 manns sem enn hafa ekki fundist,“ sagði Sutopo Purwo Nugroho, talsmaður indónesísku hamfarastofnunarinnar, á blaðamannafundi í gær. „Engu að síður eru fulltrúar okkar enn að reyna að staðfesta þetta. Það er ekki auðunnið verk að fá staðfest hversu margir eru grafnir undir aurskriðum og drullu.“ Jarðskjálftinn sem reið yfir Indónesíu í september mældist 7,5 stig en honum fylgdi tveggja metra há flóðbylgja sem skall af miklu afli á Palu. Í gær var staðfest tala látinna 1,763. Nugroho sagði á blaðamannafundinum að leit myndi halda áfram til 11. október. Á þeim tímapunkti verður leit hætt og þeir sem enn eru ófundnir verða taldir af. Þær fregnir sem borist hafa af hverfunum tveimur gefa til kynna að þau hafi nánast sokkið í heilu lagi ofan í jörðina. Það eina sem sést af hverfunum nú eru nokkur löskuð húsþök og steypustyrktarjárn sem standa upp úr forinni. Atburðurinn er rakinn til flókins ferlis vökvamyndunar sem á sér stað þegar titringur frá jarðskjálfta breytir votum jarðlögum í það sem líkja má við kviksyndi. Leitin að fólki á lífi heldur áfram. Yfirvöld í Indónesíu hafa þáð boð um alþjóðlega aðstoð, en litlar líkur eru taldar á að fleiri verði bjargað úr þessu. „Þetta er tíundi dagur leitar,“ sagði Muhammad Syaugi, yfirmaður leitar hjá björgunarstofnun Indónesíu. „Það væri kraftaverk að finna einhvern á lífi úr þessu.“ Fréttaveita AFP greindi frá því í gær að yfirvöld í Indónesíu hefðu nú til skoðunar að flokka hamfarasvæðin í Palu sem fjöldagröf og að ekki yrði hróflað frekar við þeim. „Hér ætti að reisa minnisvarða um þá sem fórust, svo að afkomendur okkar muni minnast þessara hamfara sem áttu sér stað árið 2018,“ sagði Muhlis, íbúi í Palu, í samtali við AFP. Birtist í Fréttablaðinu Indónesía Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Óttast er að þúsundir hafi farist í tveimur hverfum hafnarborgarinnar Palu í Indónesíu 28. september síðastliðinn þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir landið. Hverfin – Petobo og Balaroa– sukku ofan í forarsvað sem myndaðist í hamförunum. „Samkvæmt upplýsingum frá hverfisfulltrúum í Balaroa og Petobo þá eru það um 5.000 manns sem enn hafa ekki fundist,“ sagði Sutopo Purwo Nugroho, talsmaður indónesísku hamfarastofnunarinnar, á blaðamannafundi í gær. „Engu að síður eru fulltrúar okkar enn að reyna að staðfesta þetta. Það er ekki auðunnið verk að fá staðfest hversu margir eru grafnir undir aurskriðum og drullu.“ Jarðskjálftinn sem reið yfir Indónesíu í september mældist 7,5 stig en honum fylgdi tveggja metra há flóðbylgja sem skall af miklu afli á Palu. Í gær var staðfest tala látinna 1,763. Nugroho sagði á blaðamannafundinum að leit myndi halda áfram til 11. október. Á þeim tímapunkti verður leit hætt og þeir sem enn eru ófundnir verða taldir af. Þær fregnir sem borist hafa af hverfunum tveimur gefa til kynna að þau hafi nánast sokkið í heilu lagi ofan í jörðina. Það eina sem sést af hverfunum nú eru nokkur löskuð húsþök og steypustyrktarjárn sem standa upp úr forinni. Atburðurinn er rakinn til flókins ferlis vökvamyndunar sem á sér stað þegar titringur frá jarðskjálfta breytir votum jarðlögum í það sem líkja má við kviksyndi. Leitin að fólki á lífi heldur áfram. Yfirvöld í Indónesíu hafa þáð boð um alþjóðlega aðstoð, en litlar líkur eru taldar á að fleiri verði bjargað úr þessu. „Þetta er tíundi dagur leitar,“ sagði Muhammad Syaugi, yfirmaður leitar hjá björgunarstofnun Indónesíu. „Það væri kraftaverk að finna einhvern á lífi úr þessu.“ Fréttaveita AFP greindi frá því í gær að yfirvöld í Indónesíu hefðu nú til skoðunar að flokka hamfarasvæðin í Palu sem fjöldagröf og að ekki yrði hróflað frekar við þeim. „Hér ætti að reisa minnisvarða um þá sem fórust, svo að afkomendur okkar muni minnast þessara hamfara sem áttu sér stað árið 2018,“ sagði Muhlis, íbúi í Palu, í samtali við AFP.
Birtist í Fréttablaðinu Indónesía Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira