Ungt fólk reykir kókaín í auknum mæli Birgir Olgeirsson skrifar 9. október 2018 11:27 Sjúkrahúsið Vogur, VÍSIR/VILHELM Síðastliðið ár hefur starfsfólk Vogs orðið þess áskynja að fólk sé farið að reykja kókaín í auknum mæli. Greint var frá því í fréttum Ríkisútvarpsins um liðna helgi að neysla krakks hefði aukist mikið hér á landi, sérstaklega í yngsta aldurshópnum. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á sjúkrahúsinu Vogi, segir í samtali við Vísi að neysla á kókaíni hafi aukist mikið undanfarið og færst hafi í aukana að ungt fólk, á aldrinum 20 til 40 ára, reyki það.Í frétt Ríkisútvarpsins kom fram að börn allt niður í fimmtán ára aldur séu farin að reykja krakk og að sautján ára drengur hefði verið fluttur á bráðamóttöku vegna neyslu þess.Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi.Fréttablaðið/PjeturKrakk er hreint kókaín blandað með natróni eða ammoníaki og vatni. Valgerður segist ekki vita til þess að fólk sé sérstaklega að reykja krakk, en starfsfólk Vogs hafi fengið upplýsingar um að fólk sé farið að reykja kókaín í auknum mæli. Með því að reykja kókaínið hraðar það upptöku efnisins í blóði, því upptakan er hraðari í gegnum lungun heldur en ef efnið er tekið í nefið. „Þetta er sama efnið en svo veit ég ekki hvort þetta uppfylli skilyrðin fyrir því að kalla þetta krakk. Það eru einhver dæmi um að börn hafi verið að þessu, en fyrst og fremst er þetta eldra fólk, það er að segja ungir fullorðnir,“ segir Valgerður og segir kókaínneyslu mesta á meðal ungs fólks á þrítugs og fertugsaldrinum. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Síðastliðið ár hefur starfsfólk Vogs orðið þess áskynja að fólk sé farið að reykja kókaín í auknum mæli. Greint var frá því í fréttum Ríkisútvarpsins um liðna helgi að neysla krakks hefði aukist mikið hér á landi, sérstaklega í yngsta aldurshópnum. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á sjúkrahúsinu Vogi, segir í samtali við Vísi að neysla á kókaíni hafi aukist mikið undanfarið og færst hafi í aukana að ungt fólk, á aldrinum 20 til 40 ára, reyki það.Í frétt Ríkisútvarpsins kom fram að börn allt niður í fimmtán ára aldur séu farin að reykja krakk og að sautján ára drengur hefði verið fluttur á bráðamóttöku vegna neyslu þess.Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi.Fréttablaðið/PjeturKrakk er hreint kókaín blandað með natróni eða ammoníaki og vatni. Valgerður segist ekki vita til þess að fólk sé sérstaklega að reykja krakk, en starfsfólk Vogs hafi fengið upplýsingar um að fólk sé farið að reykja kókaín í auknum mæli. Með því að reykja kókaínið hraðar það upptöku efnisins í blóði, því upptakan er hraðari í gegnum lungun heldur en ef efnið er tekið í nefið. „Þetta er sama efnið en svo veit ég ekki hvort þetta uppfylli skilyrðin fyrir því að kalla þetta krakk. Það eru einhver dæmi um að börn hafi verið að þessu, en fyrst og fremst er þetta eldra fólk, það er að segja ungir fullorðnir,“ segir Valgerður og segir kókaínneyslu mesta á meðal ungs fólks á þrítugs og fertugsaldrinum.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira