Segir mikilvægt að komast að því hvort hakkararnir náðu í umrædd gögn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. september 2018 19:45 Brotist var inn á reikninga 50 milljón notenda Facebook og gætu þeir sem að verkinu stóðu komist yfir persónuupplýsingar sem koma fram á reikningum fólks. Tæknistjóri segir að um alvarlegt brot sé að ræða og sérstaklega ef tilgangurinn er að nýta persónuupplýsingar notenda.Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri hjá tölvuöryggisfyrirtækinu SyndisSkjáskot úr fréttSamkvæmt Facebook var brotið uppgötvað á fimmtudaginn og hefur fyrirtækið tilkynnt það til lögreglu. En um er að ræða stærsta brot sem Facebook hefur orðið fyrir í 14 ára sögu fyrirtækisins. „Facebook lendir í því að einhverjir hakkarar hafa fundið villu í þeirra vefkerfi sem þeir gátu misnotað til að stela eins konar starfrænum lykli fyrir 50 milljónir af þeirra notendum. Með þessum lykli geta þeir náð í persónugreinanleg gögn, samskipti og annað hjá þeim sem lentu í þessu,“ segir Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri hjá Syndis. Facebook hefur ekki upplýst um það hvar í heiminum þeir 50 milljón notendur eru sem brotið var á. Þá er ekki vitað hverjir stóðu að baki árásinni en óljóst er hvort einhverjir starfsmenn Facebook verði gerðir ábyrgir fyrri brotinu. Theodór segir brot sem þessi mjög alvarleg en þá sérstaklega ef tilgangurinn er að nýta samskipti og persónuupplýsingar fólks, meðal annars í kosningum.Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook.AP/Marcio Jose Sanchez„Ég held að þetta sé ótrúlega alvarlegt. Enda er eins gott að þeir taki þessu mjög alvarlega og komist til botns í því hvort einhver náði í þessi gögn eða ekki. En jú þetta eru samskiptin okkar, þegar við sendum skilaboð og margt annað sem er þarna inni. Þannig þetta er ekkert grín þetta er mjög alvarlegur hlutur,“ segir Theodór Ragnar. Theodór segir mikilvægt að meðhöndla upplýsingar varlega á netinu, enda sé ekkert kerfi öruggt. „Maður þarf að muna að þetta getur gerst. Við getum lent i því að okkar gögn verði tekin. Það er mikilvægt að meðhöndla svona miðla af virðingu. Ég myndi segja að það væri númer eitt tvö og þrjú,“ segir Theodór.Getty/Spencer Platt Facebook Tengdar fréttir Hakkarar brutust inn á reikninga 50 milljón notenda Facebook 30. september 2018 12:25 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira
Brotist var inn á reikninga 50 milljón notenda Facebook og gætu þeir sem að verkinu stóðu komist yfir persónuupplýsingar sem koma fram á reikningum fólks. Tæknistjóri segir að um alvarlegt brot sé að ræða og sérstaklega ef tilgangurinn er að nýta persónuupplýsingar notenda.Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri hjá tölvuöryggisfyrirtækinu SyndisSkjáskot úr fréttSamkvæmt Facebook var brotið uppgötvað á fimmtudaginn og hefur fyrirtækið tilkynnt það til lögreglu. En um er að ræða stærsta brot sem Facebook hefur orðið fyrir í 14 ára sögu fyrirtækisins. „Facebook lendir í því að einhverjir hakkarar hafa fundið villu í þeirra vefkerfi sem þeir gátu misnotað til að stela eins konar starfrænum lykli fyrir 50 milljónir af þeirra notendum. Með þessum lykli geta þeir náð í persónugreinanleg gögn, samskipti og annað hjá þeim sem lentu í þessu,“ segir Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri hjá Syndis. Facebook hefur ekki upplýst um það hvar í heiminum þeir 50 milljón notendur eru sem brotið var á. Þá er ekki vitað hverjir stóðu að baki árásinni en óljóst er hvort einhverjir starfsmenn Facebook verði gerðir ábyrgir fyrri brotinu. Theodór segir brot sem þessi mjög alvarleg en þá sérstaklega ef tilgangurinn er að nýta samskipti og persónuupplýsingar fólks, meðal annars í kosningum.Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook.AP/Marcio Jose Sanchez„Ég held að þetta sé ótrúlega alvarlegt. Enda er eins gott að þeir taki þessu mjög alvarlega og komist til botns í því hvort einhver náði í þessi gögn eða ekki. En jú þetta eru samskiptin okkar, þegar við sendum skilaboð og margt annað sem er þarna inni. Þannig þetta er ekkert grín þetta er mjög alvarlegur hlutur,“ segir Theodór Ragnar. Theodór segir mikilvægt að meðhöndla upplýsingar varlega á netinu, enda sé ekkert kerfi öruggt. „Maður þarf að muna að þetta getur gerst. Við getum lent i því að okkar gögn verði tekin. Það er mikilvægt að meðhöndla svona miðla af virðingu. Ég myndi segja að það væri númer eitt tvö og þrjú,“ segir Theodór.Getty/Spencer Platt
Facebook Tengdar fréttir Hakkarar brutust inn á reikninga 50 milljón notenda Facebook 30. september 2018 12:25 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira