Óttaðist um líf tveggja ára dóttur sinnar er hún festi höfuðið í rafknúnum læknabekk Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. september 2018 19:10 Albert Símonarson greindi frá slysinu á Facebook-síðu sinni í gær. Hann var staddur með dóttur sína á Landspítalanum þegar Vísir náði tali af honum í kvöld en hún kvartar enn undan verkjum. Mynd/Samsett Tveggja ára dóttir Alberts Símonarsonar var hætt komin á Læknavaktinni í gær eftir að hún festi höfuðið í rafknúnum læknabekk, sem klemmdist saman og þrengdi að henni. Albert segir atvikið hafa tekið gríðarlega á fjölskylduna og að hann hafi óttast um líf dóttur sinnar. Forsvarsmenn Læknavaktarinnar hafa ekki haft samband við fjölskylduna vegna málsins í dag, að sögn Alberts. Albert greindi frá slysinu á Facebook-síðu sinni en atvikið átti sér stað skömmu fyrir hádegi í gær. Hann og eiginkona hans, Inga Hrönn Kristjánsdóttir, fóru með börn sín þrjú, sem öll voru lasin, á Læknavaktina við Háaleitisbraut til að láta líta á þau. Þar tók læknir á móti þeim en við skoðun á elsta dreng hjónanna festist dóttir þeirra í rafknúnum bekk inni á stofunni. „Mér til skelfingar sé ég að armarnir eru að hreyfast. Þeir eru að klemmast saman til að lyfta bekknum upp, og hausinn á henni er fastur á milli. Höfuðið á henni var að kremjast,“ segir Albert í færslunni. Hann segir hann og konu sína hafa rokið upp og reynt að losa stúlkuna en ekkert gekk. Læknirinn sagðist ekki kunna á bekkinn og á meðan var dóttir Alberts og Ingu orðin rauðblá í framan sökum þrýstings og súrefnisskorts. Að lokum var bekknum kippt úr sambandi og þá gat Albert glennt hann í sundur og losað dóttur sína. „Ég hélt að ég væri að horfa á tveggja ára gamla dóttur mína deyja fyrir framan mig. Það var þó ekki fyrr en við öskruðum að slökkva á bekknum að stokkið var til og hann kipptur úr sambandi, við það hætti að þrýstast og ég gat glennt hann í sundur við mikið erfiði og tekið dóttir okkar undan bekknum. Þetta var eins og heil eilíf en varði eflaust ekki lengur en í um mínútu,“ skrifar Albert. Þá kallar hann eftir því að gerðar verði viðeigandi öryggisráðstafanir til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig.Uppgefin og vansvefta Albert var staddur á Landspítalanum með dóttur sína þegar Vísir náði tali af honum í kvöld en hún kvartar enn undan verkjum í kjölfar slyssins. Áverkar stúlkunnar voru ekki álitnir alvarlegir við fyrstu skoðun, en hún er að sögn Alberts illa marin, bólgin og með húðblæðingu. Albert segir lækninn hafa hringt tafarlaust á undan þeim niður á Landspítala í gær og þangað hélt fjölskyldan með hraði. „Þegar við komum niður eftir var teymi tilbúið að taka á móti okkur þannig að þetta gekk mjög hratt fyrir sig. Læknirinn sjálfur var mjög samviskusamur að hringja og fylgja þessu eftir, honum hefur greinilega brugðið manninum. Hann sagði sjálfur að hann myndi gera atvikaskýrslu sem yrði eitthvað farið í, ég veit ekkert nánar um það.“ Að sögn Albert hafa forsvarsmenn Læknavaktarinnar ekkert haft samband við fjölskylduna vegna slyssins í dag. Aðspurður segir hann atvikið hafa tekið verulega á. „Ég er enn þá uppgefinn eftir þetta. Maður svaf lítið sem ekkert í nótt. Maður sér bara fyrir sér hvað þetta var að stefna í, annað hvort að hún hefði kafnað eða að hausinn á henni væri að kremjast þarna fyrir framan okkur.“ Gunnar Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Læknavaktarinnar vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu þegar fréttastofa náði tali af honum í kvöld.Fréttin hefur verið uppfærð. Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Tveggja ára dóttir Alberts Símonarsonar var hætt komin á Læknavaktinni í gær eftir að hún festi höfuðið í rafknúnum læknabekk, sem klemmdist saman og þrengdi að henni. Albert segir atvikið hafa tekið gríðarlega á fjölskylduna og að hann hafi óttast um líf dóttur sinnar. Forsvarsmenn Læknavaktarinnar hafa ekki haft samband við fjölskylduna vegna málsins í dag, að sögn Alberts. Albert greindi frá slysinu á Facebook-síðu sinni en atvikið átti sér stað skömmu fyrir hádegi í gær. Hann og eiginkona hans, Inga Hrönn Kristjánsdóttir, fóru með börn sín þrjú, sem öll voru lasin, á Læknavaktina við Háaleitisbraut til að láta líta á þau. Þar tók læknir á móti þeim en við skoðun á elsta dreng hjónanna festist dóttir þeirra í rafknúnum bekk inni á stofunni. „Mér til skelfingar sé ég að armarnir eru að hreyfast. Þeir eru að klemmast saman til að lyfta bekknum upp, og hausinn á henni er fastur á milli. Höfuðið á henni var að kremjast,“ segir Albert í færslunni. Hann segir hann og konu sína hafa rokið upp og reynt að losa stúlkuna en ekkert gekk. Læknirinn sagðist ekki kunna á bekkinn og á meðan var dóttir Alberts og Ingu orðin rauðblá í framan sökum þrýstings og súrefnisskorts. Að lokum var bekknum kippt úr sambandi og þá gat Albert glennt hann í sundur og losað dóttur sína. „Ég hélt að ég væri að horfa á tveggja ára gamla dóttur mína deyja fyrir framan mig. Það var þó ekki fyrr en við öskruðum að slökkva á bekknum að stokkið var til og hann kipptur úr sambandi, við það hætti að þrýstast og ég gat glennt hann í sundur við mikið erfiði og tekið dóttir okkar undan bekknum. Þetta var eins og heil eilíf en varði eflaust ekki lengur en í um mínútu,“ skrifar Albert. Þá kallar hann eftir því að gerðar verði viðeigandi öryggisráðstafanir til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig.Uppgefin og vansvefta Albert var staddur á Landspítalanum með dóttur sína þegar Vísir náði tali af honum í kvöld en hún kvartar enn undan verkjum í kjölfar slyssins. Áverkar stúlkunnar voru ekki álitnir alvarlegir við fyrstu skoðun, en hún er að sögn Alberts illa marin, bólgin og með húðblæðingu. Albert segir lækninn hafa hringt tafarlaust á undan þeim niður á Landspítala í gær og þangað hélt fjölskyldan með hraði. „Þegar við komum niður eftir var teymi tilbúið að taka á móti okkur þannig að þetta gekk mjög hratt fyrir sig. Læknirinn sjálfur var mjög samviskusamur að hringja og fylgja þessu eftir, honum hefur greinilega brugðið manninum. Hann sagði sjálfur að hann myndi gera atvikaskýrslu sem yrði eitthvað farið í, ég veit ekkert nánar um það.“ Að sögn Albert hafa forsvarsmenn Læknavaktarinnar ekkert haft samband við fjölskylduna vegna slyssins í dag. Aðspurður segir hann atvikið hafa tekið verulega á. „Ég er enn þá uppgefinn eftir þetta. Maður svaf lítið sem ekkert í nótt. Maður sér bara fyrir sér hvað þetta var að stefna í, annað hvort að hún hefði kafnað eða að hausinn á henni væri að kremjast þarna fyrir framan okkur.“ Gunnar Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Læknavaktarinnar vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu þegar fréttastofa náði tali af honum í kvöld.Fréttin hefur verið uppfærð.
Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira