Nafnafrumvarp opnar á tákn, tölur og rúnir Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. september 2018 06:00 Frumvarpið hlaut góðar undirtektir meðal þeirra þingmanna sem þátt tóku í umræðum. Vísir/getty Fyrsta umræða um frumvarp til nýrra mannanafnalaga fór fram á Alþingi í gær. Fari frumvarpið óbreytt í gegnum þingið opnar það heimildir til nafngiftar upp á gátt að því undanskildu að skylt er að bera að minnsta kosti eiginnafn og vera kennt til foreldris eða foreldra. Frumvarpið er lagt fram af þingflokki Viðreisnar, Guðjóni S. Brjánssyni, Samfylkingu, og Píratanum Birni Leví Gunnarssyni. Það stefnir að því að mannanafnanefnd skuli lögð niður, nafn þarf ekki að taka íslenska eignarfallsendingu og þá er það ekki lengur skylda að nafn sé í samræmi við íslenskt málkerfi. Þá verður hverjum sem er heimilt að taka upp það ættarnafn sem honum sýnist. Nær sambærilegt frumvarp var flutt á síðasta þingi en náði ekki fram að ganga. Nokkrar breytingar voru gerðar á texta frumvarpsins milli framlagninga og tóku þær flestar mið af athugasemdum við hið eldra. Meðal þess sem bent var á þá var að það sé ekki skylda samkvæmt því að nafn einstaklings sé ritað með latneska stafrófinu. Með öðrum orðum þá er opnað á þann möguleika að nafn samanstandi af grísku eða kyrillísku letri í heild eða að hluta og hið sama gildir um tölustafi, rúnir eða ýmis tákn. „Í raun og veru leggur frumvarpið engar skorður við nafngiftinni sem slíkri. Í sjálfu sér var það með ráðum gert að opna þetta upp á gátt en fela allsherjar- og menntamálanefnd að meta hvort ástæða væri til að nafn þyrfti að vera ritanlegt með latnesku letri,“ segir Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður málsins. Í gegnum tíðina hefur verið rætt um hvort ættarnöfn skuli leyfð eður ei. Tillagan leyfir upptöku nýrra ættarnafna og gott betur. Samkvæmt frumvarpinu verður einstaklingi mögulegt að taka upp það ættarnafn er honum sýnist óháð því hvort það hafi verið eyrnamerkt annarri ætt hingað til. „Ættarnöfn njóta engrar sérstakrar verndar samkvæmt frumvarpinu. Það er samkvæmt erlendri fyrirmynd en þar er fjöldinn allur af óskyldum einstaklingum með sama ættarnafn. Ég sé ekki ástæðu til þess að einhver eignarréttur sé á nöfnum,“ segir Þorsteinn. Frumvarpið hlaut góðar undirtektir meðal þeirra þingmanna sem þátt tóku í umræðum að Sjálfstæðismanninum Brynjari Níelssyni undanskildum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mannanöfn Tengdar fréttir Leggst gegn frumvarpi um mannanöfn: „Einhver verður að gæta þess að farið sé vel með börnin“ Guðrún Kvaran segir athugasemdir sínar við frumvarpið vera svo margar "úr yrði heill bæklingur ef allt yrði sett á blað.“ 6. mars 2018 15:20 Leggja til að fólk geti skipt oft um nafn og tekið upp ættarnöfn Mannanafnanefnd yrði lögð niður og fólki yrði frjálst að skýra börn sín að vildi og taka upp ættarnöfn nái frumvarp þingmanna þriggja flokka fram að ganga á Alþingi. 23. janúar 2018 13:57 Leggja til að mannanafnanefnd verði lögð niður Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er allir fjórir þingmenn Viðreisnar auk eins þingmanns Samfylkingarinnar og eins þingmanns Pírata, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um mannanöfn. 22. janúar 2018 19:28 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Fyrsta umræða um frumvarp til nýrra mannanafnalaga fór fram á Alþingi í gær. Fari frumvarpið óbreytt í gegnum þingið opnar það heimildir til nafngiftar upp á gátt að því undanskildu að skylt er að bera að minnsta kosti eiginnafn og vera kennt til foreldris eða foreldra. Frumvarpið er lagt fram af þingflokki Viðreisnar, Guðjóni S. Brjánssyni, Samfylkingu, og Píratanum Birni Leví Gunnarssyni. Það stefnir að því að mannanafnanefnd skuli lögð niður, nafn þarf ekki að taka íslenska eignarfallsendingu og þá er það ekki lengur skylda að nafn sé í samræmi við íslenskt málkerfi. Þá verður hverjum sem er heimilt að taka upp það ættarnafn sem honum sýnist. Nær sambærilegt frumvarp var flutt á síðasta þingi en náði ekki fram að ganga. Nokkrar breytingar voru gerðar á texta frumvarpsins milli framlagninga og tóku þær flestar mið af athugasemdum við hið eldra. Meðal þess sem bent var á þá var að það sé ekki skylda samkvæmt því að nafn einstaklings sé ritað með latneska stafrófinu. Með öðrum orðum þá er opnað á þann möguleika að nafn samanstandi af grísku eða kyrillísku letri í heild eða að hluta og hið sama gildir um tölustafi, rúnir eða ýmis tákn. „Í raun og veru leggur frumvarpið engar skorður við nafngiftinni sem slíkri. Í sjálfu sér var það með ráðum gert að opna þetta upp á gátt en fela allsherjar- og menntamálanefnd að meta hvort ástæða væri til að nafn þyrfti að vera ritanlegt með latnesku letri,“ segir Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður málsins. Í gegnum tíðina hefur verið rætt um hvort ættarnöfn skuli leyfð eður ei. Tillagan leyfir upptöku nýrra ættarnafna og gott betur. Samkvæmt frumvarpinu verður einstaklingi mögulegt að taka upp það ættarnafn er honum sýnist óháð því hvort það hafi verið eyrnamerkt annarri ætt hingað til. „Ættarnöfn njóta engrar sérstakrar verndar samkvæmt frumvarpinu. Það er samkvæmt erlendri fyrirmynd en þar er fjöldinn allur af óskyldum einstaklingum með sama ættarnafn. Ég sé ekki ástæðu til þess að einhver eignarréttur sé á nöfnum,“ segir Þorsteinn. Frumvarpið hlaut góðar undirtektir meðal þeirra þingmanna sem þátt tóku í umræðum að Sjálfstæðismanninum Brynjari Níelssyni undanskildum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mannanöfn Tengdar fréttir Leggst gegn frumvarpi um mannanöfn: „Einhver verður að gæta þess að farið sé vel með börnin“ Guðrún Kvaran segir athugasemdir sínar við frumvarpið vera svo margar "úr yrði heill bæklingur ef allt yrði sett á blað.“ 6. mars 2018 15:20 Leggja til að fólk geti skipt oft um nafn og tekið upp ættarnöfn Mannanafnanefnd yrði lögð niður og fólki yrði frjálst að skýra börn sín að vildi og taka upp ættarnöfn nái frumvarp þingmanna þriggja flokka fram að ganga á Alþingi. 23. janúar 2018 13:57 Leggja til að mannanafnanefnd verði lögð niður Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er allir fjórir þingmenn Viðreisnar auk eins þingmanns Samfylkingarinnar og eins þingmanns Pírata, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um mannanöfn. 22. janúar 2018 19:28 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Leggst gegn frumvarpi um mannanöfn: „Einhver verður að gæta þess að farið sé vel með börnin“ Guðrún Kvaran segir athugasemdir sínar við frumvarpið vera svo margar "úr yrði heill bæklingur ef allt yrði sett á blað.“ 6. mars 2018 15:20
Leggja til að fólk geti skipt oft um nafn og tekið upp ættarnöfn Mannanafnanefnd yrði lögð niður og fólki yrði frjálst að skýra börn sín að vildi og taka upp ættarnöfn nái frumvarp þingmanna þriggja flokka fram að ganga á Alþingi. 23. janúar 2018 13:57
Leggja til að mannanafnanefnd verði lögð niður Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er allir fjórir þingmenn Viðreisnar auk eins þingmanns Samfylkingarinnar og eins þingmanns Pírata, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um mannanöfn. 22. janúar 2018 19:28