Siggi Jóns gerði Skagastrákana að Íslandsmeisturum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2018 12:30 Nýkrýndir Íslandsmeistarar ÍA/Kára/Skallagríms. Mynd/Instagram/ia_akranes Skagamenn eru komnir upp í Pepsideild karla í fótbolta á nýjan leik og þeir ættu að hafa nóg af ungum og flottum strákum þar sem að 2. flokkur félagsins tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í gær. Liðið spilar undir sameiginlegu merkjum ÍA, Kára og Skallagríms og tryggði sér endanlega titilinn með 7-0 sigri á Fylki í lokaumferðinni í gær. Áður höfðu Skagamenn unnið 5-1 sigur á Blikum í óopinberum úrslitaleik mótsins fyrir aðeins þremur dögum. ÍA strákarnir enduðu með 42 stig alveg eins og KR/KV en voru með tólf marka forskot í markatölu. Ekkert lið skoraði meira í deildinni en liðið var með 63 mörk í 18 leikjum. Blikar enduðu aðeins einu stigi á eftir toppliðunum og Skagamenn tóku titilinn því með góðum endaspretti. Blikar misstigu sig á lokasprettinum. Þjálfararnir hjá ÍA/Kára/Skallagrími eru Sigurður Jónsson og Elinbergur Sveinsson en þeir eru heldur betur að koma með þá upp á hárréttum tíma. Mörk ÍA í gær skoruðu Ísak Bergmann Jóhannesson (2 mörk), Bjarki Steinn Bjarkason, Ólafur Karel Eiríksson, Stefán Ómar Magnússon, Sigurður Hrannar Þorsteinsson og Þór Llorens Þórðarson. Ísak Bergmann Jóhannesson er enn í 3. flokki og verður það líka sumarið 2019 en hann er sonur Jóhannesar Karls Guðjónssonar þjálfara ÍA. Nú er bara spurningin hvort pabbi taki strákinn upp í meistaraflokkinn í Pepsideildinni næsta sumar. Markahæstir hjá Skagaliðinu á Íslandsmótinu í sumar voru þeir Þór Llorens Þórðarson og Stefán Ómar Magnússon sem báðir skoruðu 10 mörk. Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði 8 mörk. Þetta er í fyrsta sinn í þrettán ár sem ÍA vinnur 2. flokkinn. Það gerðist síðast árið 2005 en þá voru í aðalhlutverki í liðinu menn eins og Arnar Már Guðjónsson og Jón Vilhelm Ákason. Garðar Gunnlaugsson, leikmaður meistaraflokksins, er ánægður með strákana og hrósar þeim á Twitter.2. flokkur ÍA ljúka ótrúlegu tímabili með Íslandsmeistaratitli! Einnig má nefna að hluti þeirra skiluðu Skallagrím upp um deild og svo var Kári mjög nálægt því að komast upp í Inkasso. Framtíðin er björt á skaganum ef haldið er rétt á spilunum. — Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) September 20, 2018Fyrir áhugasama þá er hægt að horfa á allan leikinn frá því gær hér fyrir neðan. Íslenski boltinn Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Skagamenn eru komnir upp í Pepsideild karla í fótbolta á nýjan leik og þeir ættu að hafa nóg af ungum og flottum strákum þar sem að 2. flokkur félagsins tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í gær. Liðið spilar undir sameiginlegu merkjum ÍA, Kára og Skallagríms og tryggði sér endanlega titilinn með 7-0 sigri á Fylki í lokaumferðinni í gær. Áður höfðu Skagamenn unnið 5-1 sigur á Blikum í óopinberum úrslitaleik mótsins fyrir aðeins þremur dögum. ÍA strákarnir enduðu með 42 stig alveg eins og KR/KV en voru með tólf marka forskot í markatölu. Ekkert lið skoraði meira í deildinni en liðið var með 63 mörk í 18 leikjum. Blikar enduðu aðeins einu stigi á eftir toppliðunum og Skagamenn tóku titilinn því með góðum endaspretti. Blikar misstigu sig á lokasprettinum. Þjálfararnir hjá ÍA/Kára/Skallagrími eru Sigurður Jónsson og Elinbergur Sveinsson en þeir eru heldur betur að koma með þá upp á hárréttum tíma. Mörk ÍA í gær skoruðu Ísak Bergmann Jóhannesson (2 mörk), Bjarki Steinn Bjarkason, Ólafur Karel Eiríksson, Stefán Ómar Magnússon, Sigurður Hrannar Þorsteinsson og Þór Llorens Þórðarson. Ísak Bergmann Jóhannesson er enn í 3. flokki og verður það líka sumarið 2019 en hann er sonur Jóhannesar Karls Guðjónssonar þjálfara ÍA. Nú er bara spurningin hvort pabbi taki strákinn upp í meistaraflokkinn í Pepsideildinni næsta sumar. Markahæstir hjá Skagaliðinu á Íslandsmótinu í sumar voru þeir Þór Llorens Þórðarson og Stefán Ómar Magnússon sem báðir skoruðu 10 mörk. Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði 8 mörk. Þetta er í fyrsta sinn í þrettán ár sem ÍA vinnur 2. flokkinn. Það gerðist síðast árið 2005 en þá voru í aðalhlutverki í liðinu menn eins og Arnar Már Guðjónsson og Jón Vilhelm Ákason. Garðar Gunnlaugsson, leikmaður meistaraflokksins, er ánægður með strákana og hrósar þeim á Twitter.2. flokkur ÍA ljúka ótrúlegu tímabili með Íslandsmeistaratitli! Einnig má nefna að hluti þeirra skiluðu Skallagrím upp um deild og svo var Kári mjög nálægt því að komast upp í Inkasso. Framtíðin er björt á skaganum ef haldið er rétt á spilunum. — Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) September 20, 2018Fyrir áhugasama þá er hægt að horfa á allan leikinn frá því gær hér fyrir neðan.
Íslenski boltinn Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira