Fótbolti

Ótrúleg stund er sonur Bob Marley söng með 50 þúsund stuðningsmönnum Ajax | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Marley var flottur á Amsterdam Arena.
Marley var flottur á Amsterdam Arena. vísir/getty

Er Ajax spilaði æfingaleik við Cardiff City í sumar varð til ný hefð hjá stuðningsmönnum félagsins. Að syngja Three Little Birds með Bob Marley á leikjum félagsins.

Stuðningsmennirnir höfðu svo gaman af því að nú er þetta orðinn fastur liður á leikjum félagsins.

Forráðamenn Ajax gripu boltann á lofti og fengu son Bob Marley, Ky-Mani Marley, til þess að koma á Meistaradeildarleikinn gegn AEK í vikunni og taka lagið með fólkinu í stúkunni.

Það gerði Marley í hálfleik og óhætt að segja að þetta sé gæsahúðarflutningur hjá Marley og 50 þúsund manna kór Ajax. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.