Erlent

Björguðu manni úr ferjunni tveimur dögum eftir slysið

Andri Eysteinsson skrifar
Frá vettvangi slyssins.
Frá vettvangi slyssins. AP/Rauði kross Tansaníu
Björgunarsveitir hafa bjargað manni úr flaki MV Nyerere ferjunni sem hvolfdi á siglingu um Viktoríuvatn í Tansaníu fyrir tveimur dögum síðan. BBC greinir frá.

Minnst hundrað létust þegar ferjan hvolfdi. Fjölmargra er enn saknað en óttast er að rúmlega 200 manns hafi drukknað. Talið er að ferjan hafi verið ofhlaðin og hún hafi hvolft þegar margir farþegar fóru út á aðra síðu ferjunnar þegar hún var að koma að landi. 

Björgunarsveitir fundu Alphonce Charahani inni í loftrými í flakinu. Charahani hafði lokað sig inni í rýminu þegar að ferjan fór á hliðina, björgunaraðgerðir hófust að nýju eftir að fólk sem starfaði á vettvangi heyrði bank úr ferjunni.

Forseti Tansaníu, John Magufuli hefur fyrirskipað að stjórnendur ferjunnar verði handteknir og lýsti yfir fjögurra daga þjóðarsorg í kjölfar slyssins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×