Gagnrýnir Bandaríkin eftir mannskæða skotárás Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. september 2018 11:04 Hassan Rouhani, forseti Írans, var ómyrkur í máli þegar hann talaði um hvern ætti að gera ábyrgan fyrir skotárásinni í Ahvaz. Vísir/Getty Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur gagnrýnt bandarísk stjórnvöld harðlega eftir mannskæða skotárás sem gerð var á hersýningu í borginni Ahvaz í gær. Þetta kemur fram á vef BBC. 25 létust í árásinni en meðal þeirra sem létust voru blaðamenn og almennir borgarar, yngst fórnarlambanna var fjögurra ára gömul stúlka. FulltRúar hins íslamska ríkis, ISIS, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en það hafa and-arabískir andstæðingar írönsku ríkisstjórnarinnar einnig gert. Hvorugur hópanna hefur þó getað sannað mál sitt, svo erfitt er að fullyrða nokkuð um hver stendur að baki voðaverkinu. Rouhani sagði að „yfirgangsSeggurinn“ Bandaríkin, ásamt nágrannaríkjum Írans við Persaflóa, hefðu gert árásarmönnunum kleift að fremja árásina. Rouhani og Donald Trump Bandaríkjaforseti munu mætast á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna seinna í vikunni, og ljóst er að þessi orð Íransforseta verða ekki til þess að liðka fyrir nú þegar ansi stirðum samskiptum milli Írans og Bandaríkjanna. Áður en Rouhani hélt til New York, hvar allsherjarþingið er haldið, hét hann því að Íran myndi ekki „leyfa þessum glæp að standa.“ Þá sagði forsetinn deginum ljósara hverjir hafi framið voðaverkin og hverjum þeir tengdust. „Hin smáu strengjabrúðuríki á svæðinu eru studd af Bandaríkjamönnum, sem espa þau upp og veita þeim bolmagnið sem nauðsynlegt er til slíkra verka.“ Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur gagnrýnt bandarísk stjórnvöld harðlega eftir mannskæða skotárás sem gerð var á hersýningu í borginni Ahvaz í gær. Þetta kemur fram á vef BBC. 25 létust í árásinni en meðal þeirra sem létust voru blaðamenn og almennir borgarar, yngst fórnarlambanna var fjögurra ára gömul stúlka. FulltRúar hins íslamska ríkis, ISIS, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en það hafa and-arabískir andstæðingar írönsku ríkisstjórnarinnar einnig gert. Hvorugur hópanna hefur þó getað sannað mál sitt, svo erfitt er að fullyrða nokkuð um hver stendur að baki voðaverkinu. Rouhani sagði að „yfirgangsSeggurinn“ Bandaríkin, ásamt nágrannaríkjum Írans við Persaflóa, hefðu gert árásarmönnunum kleift að fremja árásina. Rouhani og Donald Trump Bandaríkjaforseti munu mætast á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna seinna í vikunni, og ljóst er að þessi orð Íransforseta verða ekki til þess að liðka fyrir nú þegar ansi stirðum samskiptum milli Írans og Bandaríkjanna. Áður en Rouhani hélt til New York, hvar allsherjarþingið er haldið, hét hann því að Íran myndi ekki „leyfa þessum glæp að standa.“ Þá sagði forsetinn deginum ljósara hverjir hafi framið voðaverkin og hverjum þeir tengdust. „Hin smáu strengjabrúðuríki á svæðinu eru studd af Bandaríkjamönnum, sem espa þau upp og veita þeim bolmagnið sem nauðsynlegt er til slíkra verka.“
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira