Óttast ekki að allt fari á hliðina með nýju áfengisfrumvarpi Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. september 2018 20:00 Niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar bera með sér að einn af hverjum tuttugu láti lífið vegna áfengisneyslu. Flutningsmaður nýs áfengisfrumvarps segir að þrátt fyrir stóraukið aðgengi á síðustu árum hafi ekki orðið merkjanleg aukning í áfengisneyslu Íslendinga. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sendi á dögunum frá sér nýja skýrslu um umfang og áhrif áfengisneyslu á lýðheilsu í heiminum. Meðal helstu niðurstaðna skýrslunnar er að um 5 prósent af öllum dauðsföllum í heiminum árið 2016 megi rekja beint til drykkju áfengis og að Þrír af hverjum fjórum sem létu lífið vegna áfengisneyslu voru karlmenn. Um fjórðungur dauðsfallanna var tilkominn vegna ýmissa líkamlegra meiðsla, til að mynda eftir umferðarslys, ofbeldi eða sjálfsskaðandi hegðun. Um 40 prósent dauðsfallanna vegna áfengisneyslu eru rakinn til meltinga- og hjartasjúkdóma og rúmlega 22 prósent létust vegna annarra meina, líkamlegra jafnt sem andlegra, sem rakin eru beint til áfengisdrykkju. Fyrir Alþingi liggur nú lagafrumvarp um breytingar á sölu með áfengi á Íslandi, en þetta er í fimmta sinn sambærilegt mál er lagt fyrir þingheim. Frumvarpið gerir ráð fyrir að áfram verði hægt verði að fá áfengi í Vínbúðum landsins, sem og í sérverslunum með mat- og drykk en ekki stórmörkuðum og matvöruverslunum. Þá verða heimildir til að auglýsa áfengi einnig rýmkaðar, það er að segja verði frumvarpi samþykkt.Aðgengi stóraukist en neyslan ekki Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, Þorsteinn Víglundsson, segir að þrátt fyrir aukið aðgengi að áfengi feli nýja frumvarpið ekki í sér stórtækar breytingar í lýðheilsumálum þjóðarinnar. „Meginmarkmið okkar í lýðheilsu eru eftir sem áður áfengisgjaldið - það er óbreytt - og hins vegar þá forvarnir og fræðsla. Í þessu frumvarpi erum við að leggja til að það verði lögð enn meiri áhersla á þann þátt,“ segir Þorsteinn. Hann segist því ekki óttast að aukið aðgengi að áfengi muni skila sér í stóraukinni áfengisneyslu þjóðarinnar. „Ég held að það sé alveg óhætt að fullyrða að í fyrsta lagi þá höfum við ekkert stýrt aðgengi að áfenginu. Við höfum fjölgað vínverslunum verulega sem og vínveitingarleyfum. Það hefur ekki haft þau áhrif að áfengisneysla sé hér eitthvað meira en gengur og gerist í nágrannalöndum okkar,“ segir Þorsteinn. Neyslan sé á pari við það sem minnst gerist á hinum Norðurlöndunum - „að teknu tilliti til hins mikla fjölda ferðamanna sem er hér á hverju ári. Þannig að nei, ég óttaðist það ekki. Það óttuðust allir að hér færi allt á hliðina þegar bjórinn var leyfður. Það þvert á móti gerðist ekki,“ segir Þorsteinn. Heilbrigðismál Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Sjá meira
Niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar bera með sér að einn af hverjum tuttugu láti lífið vegna áfengisneyslu. Flutningsmaður nýs áfengisfrumvarps segir að þrátt fyrir stóraukið aðgengi á síðustu árum hafi ekki orðið merkjanleg aukning í áfengisneyslu Íslendinga. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sendi á dögunum frá sér nýja skýrslu um umfang og áhrif áfengisneyslu á lýðheilsu í heiminum. Meðal helstu niðurstaðna skýrslunnar er að um 5 prósent af öllum dauðsföllum í heiminum árið 2016 megi rekja beint til drykkju áfengis og að Þrír af hverjum fjórum sem létu lífið vegna áfengisneyslu voru karlmenn. Um fjórðungur dauðsfallanna var tilkominn vegna ýmissa líkamlegra meiðsla, til að mynda eftir umferðarslys, ofbeldi eða sjálfsskaðandi hegðun. Um 40 prósent dauðsfallanna vegna áfengisneyslu eru rakinn til meltinga- og hjartasjúkdóma og rúmlega 22 prósent létust vegna annarra meina, líkamlegra jafnt sem andlegra, sem rakin eru beint til áfengisdrykkju. Fyrir Alþingi liggur nú lagafrumvarp um breytingar á sölu með áfengi á Íslandi, en þetta er í fimmta sinn sambærilegt mál er lagt fyrir þingheim. Frumvarpið gerir ráð fyrir að áfram verði hægt verði að fá áfengi í Vínbúðum landsins, sem og í sérverslunum með mat- og drykk en ekki stórmörkuðum og matvöruverslunum. Þá verða heimildir til að auglýsa áfengi einnig rýmkaðar, það er að segja verði frumvarpi samþykkt.Aðgengi stóraukist en neyslan ekki Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, Þorsteinn Víglundsson, segir að þrátt fyrir aukið aðgengi að áfengi feli nýja frumvarpið ekki í sér stórtækar breytingar í lýðheilsumálum þjóðarinnar. „Meginmarkmið okkar í lýðheilsu eru eftir sem áður áfengisgjaldið - það er óbreytt - og hins vegar þá forvarnir og fræðsla. Í þessu frumvarpi erum við að leggja til að það verði lögð enn meiri áhersla á þann þátt,“ segir Þorsteinn. Hann segist því ekki óttast að aukið aðgengi að áfengi muni skila sér í stóraukinni áfengisneyslu þjóðarinnar. „Ég held að það sé alveg óhætt að fullyrða að í fyrsta lagi þá höfum við ekkert stýrt aðgengi að áfenginu. Við höfum fjölgað vínverslunum verulega sem og vínveitingarleyfum. Það hefur ekki haft þau áhrif að áfengisneysla sé hér eitthvað meira en gengur og gerist í nágrannalöndum okkar,“ segir Þorsteinn. Neyslan sé á pari við það sem minnst gerist á hinum Norðurlöndunum - „að teknu tilliti til hins mikla fjölda ferðamanna sem er hér á hverju ári. Þannig að nei, ég óttaðist það ekki. Það óttuðust allir að hér færi allt á hliðina þegar bjórinn var leyfður. Það þvert á móti gerðist ekki,“ segir Þorsteinn.
Heilbrigðismál Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum