Katrín ræður tímanum og getur breytt honum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. september 2018 08:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG. fréttablaðið/anton brink Sem stendur er unnið að könnun á því í forsætisráðuneytinu hvort fýsilegt sé að seinka klukkunni hér á landi um eina klukkustund. Óvissa var um undir hvaða ráðuneyti málefnið heyrði. Klukkan á Íslandi hefur verið óbreytt frá 1968. Í janúar skilaði starfshópur um leiðréttingu klukkunnar minnisblaði til heilbrigðisráðherra. Niðurstaða hópsins var sú að núverandi fyrirkomulag, að miða við miðtíma Greenwich þótt Ísland sé talsvert vestan miðlínu, hafi ýmis neikvæð áhrif á heilsufar fólks. Neikvæð áhrif felist meðal annars í auknum líkum á ýmsum sjúkdómum, verri námsárangri, aukinni depurð og klukkuþreytu. Ekki er lagt til að tekinn verði upp sumar- og vetrartími. Þegar minnisblaðið lá fyrir lagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra það fyrir á ríkisstjórnarfundi og tók undir niðurstöðu hópsins. Þá lá hins vegar ekki fyrir hvaða ráðherra stjórnarinnar hefði forráð yfir málum tímans. Að mati forsætisráðuneytisins fellur tíminn samkvæmt forsetaúrskurði um skiptingu málefna Stjórnarráðsins undir „annað“ og þar með forsætisráðuneytið. „Málið er ekki á þingmálaskrá minni fyrir þetta þing en inni í ráðuneyti stendur yfir vinna þar sem verið er að fara yfir það, meðal annars með tilliti til þeirra umsagna sem fengust þegar málið var lagt fyrir síðast á þingi,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þingsályktunartillögur um breytingu klukkunnar hafa ítrekað verið lagðar fram á Alþingi án þess að ná fram að ganga. Fylgismenn breytingarinnar fengu byr undir báða vængi fyrir rétt tæpu ári þegar tilkynnt var að rannsóknir tengdar líkamsklukkunni hefðu hlotið Nóbelsverðlaun í lífeðlis- og læknisfræði. Athugasemdir gegn breytingu hafa á móti flestar komið frá viðskiptalífinu og íþróttahreyfingunni. Icelandair mótmælti breytingu til að mynda á þeim grunni að fyrirtækið hefði lagt mikla vinnu í að öðlast hefðarrétt á afgreiðslutímum á flugvöllum og að breytingarnar hefðu mikil áhrif á leiðaáætlun félagsins. Íþróttahreyfingin bendir síðan á að minna sólarljós að sumri til myndi þýða að íþróttamannvirki verði verr nýtt en nú er. „Velferðarráðuneytið fjallaði um málið út frá lýðheilsusjónarmiðum en við erum að skoða aðrar hliðar málsins heildstætt. Það skýrist á næsta þingi [2019-20, innsk. blm.] hvort ég legg málið fram eða ekki,“ segir Katrín. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra skipar starfshóp um leiðréttingu klukkunnar Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að kanna ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna hér á landi. 23. nóvember 2017 14:37 Starfshópur leggur til að klukkan verði leiðrétt Starfshópurinn mælir gegn því að hafa sumar- og vetrartíma og vísar til þess að rannsóknir bendi til þess að slíkar breytingar hafi neikvæð áhrif á heilsu fólks. 8. febrúar 2018 21:18 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Sem stendur er unnið að könnun á því í forsætisráðuneytinu hvort fýsilegt sé að seinka klukkunni hér á landi um eina klukkustund. Óvissa var um undir hvaða ráðuneyti málefnið heyrði. Klukkan á Íslandi hefur verið óbreytt frá 1968. Í janúar skilaði starfshópur um leiðréttingu klukkunnar minnisblaði til heilbrigðisráðherra. Niðurstaða hópsins var sú að núverandi fyrirkomulag, að miða við miðtíma Greenwich þótt Ísland sé talsvert vestan miðlínu, hafi ýmis neikvæð áhrif á heilsufar fólks. Neikvæð áhrif felist meðal annars í auknum líkum á ýmsum sjúkdómum, verri námsárangri, aukinni depurð og klukkuþreytu. Ekki er lagt til að tekinn verði upp sumar- og vetrartími. Þegar minnisblaðið lá fyrir lagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra það fyrir á ríkisstjórnarfundi og tók undir niðurstöðu hópsins. Þá lá hins vegar ekki fyrir hvaða ráðherra stjórnarinnar hefði forráð yfir málum tímans. Að mati forsætisráðuneytisins fellur tíminn samkvæmt forsetaúrskurði um skiptingu málefna Stjórnarráðsins undir „annað“ og þar með forsætisráðuneytið. „Málið er ekki á þingmálaskrá minni fyrir þetta þing en inni í ráðuneyti stendur yfir vinna þar sem verið er að fara yfir það, meðal annars með tilliti til þeirra umsagna sem fengust þegar málið var lagt fyrir síðast á þingi,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þingsályktunartillögur um breytingu klukkunnar hafa ítrekað verið lagðar fram á Alþingi án þess að ná fram að ganga. Fylgismenn breytingarinnar fengu byr undir báða vængi fyrir rétt tæpu ári þegar tilkynnt var að rannsóknir tengdar líkamsklukkunni hefðu hlotið Nóbelsverðlaun í lífeðlis- og læknisfræði. Athugasemdir gegn breytingu hafa á móti flestar komið frá viðskiptalífinu og íþróttahreyfingunni. Icelandair mótmælti breytingu til að mynda á þeim grunni að fyrirtækið hefði lagt mikla vinnu í að öðlast hefðarrétt á afgreiðslutímum á flugvöllum og að breytingarnar hefðu mikil áhrif á leiðaáætlun félagsins. Íþróttahreyfingin bendir síðan á að minna sólarljós að sumri til myndi þýða að íþróttamannvirki verði verr nýtt en nú er. „Velferðarráðuneytið fjallaði um málið út frá lýðheilsusjónarmiðum en við erum að skoða aðrar hliðar málsins heildstætt. Það skýrist á næsta þingi [2019-20, innsk. blm.] hvort ég legg málið fram eða ekki,“ segir Katrín.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra skipar starfshóp um leiðréttingu klukkunnar Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að kanna ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna hér á landi. 23. nóvember 2017 14:37 Starfshópur leggur til að klukkan verði leiðrétt Starfshópurinn mælir gegn því að hafa sumar- og vetrartíma og vísar til þess að rannsóknir bendi til þess að slíkar breytingar hafi neikvæð áhrif á heilsu fólks. 8. febrúar 2018 21:18 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Heilbrigðisráðherra skipar starfshóp um leiðréttingu klukkunnar Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að kanna ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna hér á landi. 23. nóvember 2017 14:37
Starfshópur leggur til að klukkan verði leiðrétt Starfshópurinn mælir gegn því að hafa sumar- og vetrartíma og vísar til þess að rannsóknir bendi til þess að slíkar breytingar hafi neikvæð áhrif á heilsu fólks. 8. febrúar 2018 21:18