Ólga í Umhyggju Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 27. september 2018 17:00 Ragna K. Marinósdóttir er framkvæmdastjóri Umhyggju. Hún vildi ekki tjá sig um afsögn stjórnarmeðlima. Fréttablaðið/Stefán Átök eru innan stjórnar Umhyggju, félags sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Þrír stjórnarmeðlimir sögðu sig úr stjórninni og telja félagið ekki sinna skyldum sínum gagnvart þeim fjölskyldum sem það vinnur fyrir. Umhyggja er eingöngu rekin fyrir gjafafé og styrki almennings. Tilgangur félagsins er meðal annars að efla og styrkja tengsl fagfólks og foreldra langveikra barna, stuðla að upplýsingamiðlun milli foreldrahópa langveikra barna og auka skilning stjórnvalda og almennings á vandamálum og þörfum sem þessar fjölskyldur standa frammi fyrir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur ítrekað verið kvartað undan störfum framkvæmdastjóra félagsins og félagið verið gagnrýnt fyrir að sinna ekki hlutverki sínu og hafa sofnað á verðinum. Lítið hafi farið fyrir félaginu síðustu ár.Töldu ákvarðanir stjórnar hunsaðar Stjórnin samanstendur af sjö einstaklingum; þremur fagaðilum, þremur foreldrum og einni áhugamanneskju. Foreldrarnir þrír hættu allir í stjórn eftir að hafa lýst yfir óánægju sinni í þónokkurn tíma með störf félagsins. Á síðasta stjórnarfundi lögðu foreldarnir fram bókun og samkvæmt henni töldu þau framkvæmdastjóra ítrekað hunsa ákvarðanir stjórnar og telja hana hafa framið trúnaðarbrot með því að upplýsa aðra stjórnarmeðlimi, með tölvupósti, um styrktarumsóknir í sjóði Umhyggju. Í bókuninni, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur einnig fram: Framkvæmdastjóri lét þess einnig ógert að boða skoðunarmenn ársreikninga á aðalfund og veita þeim aðgang að nauðsynlegum gögnum. Þurfti annar þeirra að tala við stjórnarformann til að fá aðgengi að ársreikningum til að geta sinnt hlutverki sínu. Þá lét framkvæmdastjóri eingöngu frambjóðendur á sínum vegum vita af því að aðalfundi hafi verið frestað eftir að framkvæmdastjóri boðaði ekki fundinn með löglegum hætti.Ekki beitt sér sem skyldi Sérfræðingur sem starfar á þessu sviði segir í samtali við fréttastofu að félagið hafi ekki hafa beitt sér sem skyldi síðustu ár. Foreldrar hafa kvartað yfir að þurfa að ganga mikið á eftir sínum málum innan félagsins; „Það er svolítið eins og félagið sé ekki í tengingu við þennan hóp og viti ekki hvað er í gangi. Það virðist ekki jafnt yfir alla ganga varðandi styrkveitingar og örlítil henti stefna hver fær hvað þegar kemur að því. Sama við hvern ég hef talað þá þekkir engin verkferla fjármagnsins þarna inni,” segir sérfræðingurinn. Þann 16. september síðastliðinn sendi stjórn Umhyggju frá sér yfirlýsingu til aðildarfélaga sinna. Þar kom fram að félagið taki úrsagnirnar alvarlega og stjórnin hafi ákveðið að óháður aðili muni gera úttekt á starfsemi Umhyggju, bæði hvað varðar starfsemi framkvæmdastjóra og stjórnar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hver muni sjá um úttektina og samkvæmt stjórn þá er málið í ferli og litið alvarlegum augum. Í samtali við fréttastofu taldi framkvæmdastjóri Umhyggju, Ragna K. Marínósdóttir, best að tjá sig ekki um málið. Heilbrigðismál Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Sjá meira
Átök eru innan stjórnar Umhyggju, félags sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Þrír stjórnarmeðlimir sögðu sig úr stjórninni og telja félagið ekki sinna skyldum sínum gagnvart þeim fjölskyldum sem það vinnur fyrir. Umhyggja er eingöngu rekin fyrir gjafafé og styrki almennings. Tilgangur félagsins er meðal annars að efla og styrkja tengsl fagfólks og foreldra langveikra barna, stuðla að upplýsingamiðlun milli foreldrahópa langveikra barna og auka skilning stjórnvalda og almennings á vandamálum og þörfum sem þessar fjölskyldur standa frammi fyrir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur ítrekað verið kvartað undan störfum framkvæmdastjóra félagsins og félagið verið gagnrýnt fyrir að sinna ekki hlutverki sínu og hafa sofnað á verðinum. Lítið hafi farið fyrir félaginu síðustu ár.Töldu ákvarðanir stjórnar hunsaðar Stjórnin samanstendur af sjö einstaklingum; þremur fagaðilum, þremur foreldrum og einni áhugamanneskju. Foreldrarnir þrír hættu allir í stjórn eftir að hafa lýst yfir óánægju sinni í þónokkurn tíma með störf félagsins. Á síðasta stjórnarfundi lögðu foreldarnir fram bókun og samkvæmt henni töldu þau framkvæmdastjóra ítrekað hunsa ákvarðanir stjórnar og telja hana hafa framið trúnaðarbrot með því að upplýsa aðra stjórnarmeðlimi, með tölvupósti, um styrktarumsóknir í sjóði Umhyggju. Í bókuninni, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur einnig fram: Framkvæmdastjóri lét þess einnig ógert að boða skoðunarmenn ársreikninga á aðalfund og veita þeim aðgang að nauðsynlegum gögnum. Þurfti annar þeirra að tala við stjórnarformann til að fá aðgengi að ársreikningum til að geta sinnt hlutverki sínu. Þá lét framkvæmdastjóri eingöngu frambjóðendur á sínum vegum vita af því að aðalfundi hafi verið frestað eftir að framkvæmdastjóri boðaði ekki fundinn með löglegum hætti.Ekki beitt sér sem skyldi Sérfræðingur sem starfar á þessu sviði segir í samtali við fréttastofu að félagið hafi ekki hafa beitt sér sem skyldi síðustu ár. Foreldrar hafa kvartað yfir að þurfa að ganga mikið á eftir sínum málum innan félagsins; „Það er svolítið eins og félagið sé ekki í tengingu við þennan hóp og viti ekki hvað er í gangi. Það virðist ekki jafnt yfir alla ganga varðandi styrkveitingar og örlítil henti stefna hver fær hvað þegar kemur að því. Sama við hvern ég hef talað þá þekkir engin verkferla fjármagnsins þarna inni,” segir sérfræðingurinn. Þann 16. september síðastliðinn sendi stjórn Umhyggju frá sér yfirlýsingu til aðildarfélaga sinna. Þar kom fram að félagið taki úrsagnirnar alvarlega og stjórnin hafi ákveðið að óháður aðili muni gera úttekt á starfsemi Umhyggju, bæði hvað varðar starfsemi framkvæmdastjóra og stjórnar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hver muni sjá um úttektina og samkvæmt stjórn þá er málið í ferli og litið alvarlegum augum. Í samtali við fréttastofu taldi framkvæmdastjóri Umhyggju, Ragna K. Marínósdóttir, best að tjá sig ekki um málið.
Heilbrigðismál Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Sjá meira