Jói Berg maður leiksins í sigri Burnley

Dagur Lárusson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson. Vísir/Getty
Johann Berg Guðmundsson var allt í öllu fyrir Burnley í 2-1 sigri liðsins á lánlausu liði Cardiff í ensku úrvalsdeildinni.

 

Fyrir leikinn hafði Burnley aðeins unnið einn leik í deildinni og kom hann í síðustu umferð.

 

Það var fátt um fína drætti í fyrri hálfleiknum og tókst hvorugu liðinu að skora og því var markalaust í hálfleiknum.

 

Í seinni hálfleiknum var hinsvegar komið að Jóhanni Berg að taka völdin á vellinum. Hann var ekki lengi að koma sínum mönnum yfir í seinni hálfleiknum en það gerði hann með laglegum skalla á 51. mínútu.

 

Liðsmenn Cardiff voru þó ekki á þei buxunum að gefast upp og náði að jafna metin á 60. mínútu en það var Josh Murphy sem skoraði markið.

 

Tíu mínútum eftir jönfunarmarkið fékk síðan Jóhann Berg boltann inní teig Cardiff og lyfti hann boltanum skemmtilega inná Sam Vokes sem setti boltann í netið og kom Burnley yfir.

 

Liðsmenn Cardiff reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en það tókst ekki og því annar sigur Burnley í deildinni staðreynd og er Burnley komið upp í 12. sæti.

 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira