Virðist byggja á mistökum opinberra stofnanna segir ráðherra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. september 2018 19:45 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir ýmislegt benda til þess að úrskurðir sem fella úr gildi rekstarleyfi tveggja laxeldisfyrirtækja á Vestfjörðum byggi á mistökum. Verið sé að bera saman epli og appelsínur og ekki hafi verið tekið tillit til hagsmuna samfélagsins fyrir vestan. Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála felldi fyrir helgi úr gildi tvö rekstrarleyfi sem Matvælastofnun hafði veitt til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. Úrskurðirnir hafa vakið hörð viðbrögð en í sameiginlegri yfirlýsingu Vestfjarðastofu og fimm sveitarfélaga á Vestfjörðum segir meðal annars aðúrskurðurinn séáfellisdómur yfir Alþingi, ríkisstjórn og eftirlitsstofnunum. Um sé að ræða „skýrt dæmi um sálarlausa stjórnsýslu“þar sem framtíð heilu byggðalaganna sé sett í uppnám með einu pennastriki. „Ég er nú búinn að lesa úrskurðinn og mér finnst þar menn vera að fara fram á að bera saman epli og appelsínur. Landeldi og sjókvíaeldi í opnum sjókvíum er bara sitt hvor atvinnugreininn þótt það komi lifandi fiskur upp úr þeim báðum,“ segir Sigurður Ingi. Þá segir ráðherrann að svo virðist sem ekki hafi verið tekið tillit til allra þátta er máli skipta. „Þegar menn taka svona ákvörðun, sem virðist ef maður les úrskurðinn byggjast á mistökum opinberra stofnanna, þá er afleiðingin bæði efnahagsleg og samfélagsleg á samfélagið fyrir vestan þar sem atvinnugreinin er,“ segir Sigurður Ingi. Í fyrrnefndri yfirlýsingu er jafnframt gefið í skyn að úrskurðarnefndin bognað undan þrýstingi fámennra hópa auðmanna sem gengið hafi fram í ósvífinni hagsmunabaráttu, eins og það er orðaðí yfirlýsingunni. „Við höfum auðvitað séð kannski óeðlilega hörð átök á Íslandi þar sem að mér finnst að vísindin hafi verið látin undan síga og þessi þrjú megin markmið sjálfbærninnar, það er að segja ekki bara umhverfið heldur líka samfélagið og hagfræðin, hafi einhvern veginn ekki verið þátttakendur í þeirri umræðu.“ Málið var tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar í gær og að sögn Sigurðar Inga er úrskurður nefndarinnar til skoðunar hjá viðkomandi ráðuneytum. „Hvernig sé eðlilegast að bregðast við, ég trúi því að við finnum einhverjar skynsamlegar leiðir í því.“ Alþingi Fiskeldi Tengdar fréttir Vestfirðingar gagnrýna ósvífna hagsmunabaráttu auðmanna Afturköllun starfsleyfa Arctic Fish og Arnarlax kann að hafa neikvæð áhrif á atvinnuöryggi íbúa á Vestfjörðum. Sveitarstjórnarmenn á svæðinu eru öskureiðir vegna úrskurða um afturköllun. Formaður atvinnuveganefndar vill skoða að fr 29. september 2018 10:00 Fella leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að veita fyrirtækjunum Fjarðarlax ehf. og Artic Sea Farm leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. 27. september 2018 20:53 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir ýmislegt benda til þess að úrskurðir sem fella úr gildi rekstarleyfi tveggja laxeldisfyrirtækja á Vestfjörðum byggi á mistökum. Verið sé að bera saman epli og appelsínur og ekki hafi verið tekið tillit til hagsmuna samfélagsins fyrir vestan. Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála felldi fyrir helgi úr gildi tvö rekstrarleyfi sem Matvælastofnun hafði veitt til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. Úrskurðirnir hafa vakið hörð viðbrögð en í sameiginlegri yfirlýsingu Vestfjarðastofu og fimm sveitarfélaga á Vestfjörðum segir meðal annars aðúrskurðurinn séáfellisdómur yfir Alþingi, ríkisstjórn og eftirlitsstofnunum. Um sé að ræða „skýrt dæmi um sálarlausa stjórnsýslu“þar sem framtíð heilu byggðalaganna sé sett í uppnám með einu pennastriki. „Ég er nú búinn að lesa úrskurðinn og mér finnst þar menn vera að fara fram á að bera saman epli og appelsínur. Landeldi og sjókvíaeldi í opnum sjókvíum er bara sitt hvor atvinnugreininn þótt það komi lifandi fiskur upp úr þeim báðum,“ segir Sigurður Ingi. Þá segir ráðherrann að svo virðist sem ekki hafi verið tekið tillit til allra þátta er máli skipta. „Þegar menn taka svona ákvörðun, sem virðist ef maður les úrskurðinn byggjast á mistökum opinberra stofnanna, þá er afleiðingin bæði efnahagsleg og samfélagsleg á samfélagið fyrir vestan þar sem atvinnugreinin er,“ segir Sigurður Ingi. Í fyrrnefndri yfirlýsingu er jafnframt gefið í skyn að úrskurðarnefndin bognað undan þrýstingi fámennra hópa auðmanna sem gengið hafi fram í ósvífinni hagsmunabaráttu, eins og það er orðaðí yfirlýsingunni. „Við höfum auðvitað séð kannski óeðlilega hörð átök á Íslandi þar sem að mér finnst að vísindin hafi verið látin undan síga og þessi þrjú megin markmið sjálfbærninnar, það er að segja ekki bara umhverfið heldur líka samfélagið og hagfræðin, hafi einhvern veginn ekki verið þátttakendur í þeirri umræðu.“ Málið var tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar í gær og að sögn Sigurðar Inga er úrskurður nefndarinnar til skoðunar hjá viðkomandi ráðuneytum. „Hvernig sé eðlilegast að bregðast við, ég trúi því að við finnum einhverjar skynsamlegar leiðir í því.“
Alþingi Fiskeldi Tengdar fréttir Vestfirðingar gagnrýna ósvífna hagsmunabaráttu auðmanna Afturköllun starfsleyfa Arctic Fish og Arnarlax kann að hafa neikvæð áhrif á atvinnuöryggi íbúa á Vestfjörðum. Sveitarstjórnarmenn á svæðinu eru öskureiðir vegna úrskurða um afturköllun. Formaður atvinnuveganefndar vill skoða að fr 29. september 2018 10:00 Fella leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að veita fyrirtækjunum Fjarðarlax ehf. og Artic Sea Farm leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. 27. september 2018 20:53 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Vestfirðingar gagnrýna ósvífna hagsmunabaráttu auðmanna Afturköllun starfsleyfa Arctic Fish og Arnarlax kann að hafa neikvæð áhrif á atvinnuöryggi íbúa á Vestfjörðum. Sveitarstjórnarmenn á svæðinu eru öskureiðir vegna úrskurða um afturköllun. Formaður atvinnuveganefndar vill skoða að fr 29. september 2018 10:00
Fella leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að veita fyrirtækjunum Fjarðarlax ehf. og Artic Sea Farm leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. 27. september 2018 20:53