Vestfirðingar gagnrýna ósvífna hagsmunabaráttu auðmanna Sveinn Arnarsson skrifar 29. september 2018 10:00 Tvö laxeldifyrirtæki urðu fyrir áfalli á fimmtudag með ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. ERLENDUR GÍSLASON Fiskeldi Vestfirðingar eru æfir yfir því að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (UUA) felldi úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar (MAST) um að veita tveimur laxeldisfyrirtækjum á Vestfjörðum rekstrarleyfi fyrir 17.500 tonna eldi í landsfjórðungnum. Teitur Björn Einarsson, sitjandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, vill skoða það hvort hægt sé að breyta lögum til að auðvelda fyrirtækjum störf sín. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, telur eðlilegt að bíða niðurstöðu Stjórnarráðsins áður en nefndin verður kölluð saman. Hún segir stöðuna alvarlega. „Mér finnst mikilvægt að réttaráhrifum úrskurðarins verði frestað svo svigrúm myndist til að vinna með viðkomandi stofnunum og hagsmunaaðilum sem hlut eiga að máli inni í stjórnsýslunni að ásættanlegri niðurstöðu. Ég treysti því að sú vinna sé í gangi,“ segir Lilja Rafney. Í úrskurðum UUA kemur fram að ekki hafi verið sýnt fram á í mati á umhverfisáhrifum að annar mögulegur framkvæmdakostur hafi komið til greina. Þannig sé ágalli á matinu að enginn annar kostur hafi verið sýndur en sjókvíaeldi í opnum kvíum. MAST hafi því ekki átt að veita rekstrarleyfi til Arctic Fish og Arnarlax byggt á þeim gögnum sem lágu fyrir. Vestfjarðastofa auk sveitarfélaga á Vestfjörðum sendi frá sér harðorða yfirlýsingu vegna málsins. „Úrskurður UUA er áfellisdómur yfir Alþingi, ríkisstjórn og eftirlitsstofnunum og ljóst er að með skorti á stefnu, aðgerðarleysi og mistökum hafa yfirvöld haft grafalvarleg áhrif á atvinnuuppbyggingu og starfsöryggi fjölda manns,“ segir í tilkynningu frá sveitarfélögunum. „Úrskurðurinn vekur jafnframt upp spurningar um stöðu annarra atvinnugreina og nýtingu náttúrunnar, hvort sem er til fiskeldis, ferðaþjónustu eða landbúnaðar, gagnvart jafn fordæmalausri og ósvífinni hagsmunabaráttu fámennra hópa auðmanna.“ Kristian Matthíasson, forstjóri Arnarlax, gat ekki sagt til um það hvort úrskurðurinn fæli í sér að segja þyrfti upp fólki. „Við munum hins vegar þurfa að nýta helgina vel í að fara yfir þetta mál.“ Laxeldi býr til um 600 ársverk á Íslandi, bæði beint og óbeint. Laxeldi hefur skapað fjölda starfa á Vestfjörðum og er einn burðarása atvinnulífs á svæðinu. Einar K. Guðfinnsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, segir úrskurðinn hafa komið sér á óvart. „Okkar vinna hafði farið eftir lögformlegum leiðum og þar var brugðist við öllum þeim spurningum sem bárust. Á grundvelli þess var samþykkt umhverfismat og í framhaldi af því gefið út rekstrar- og starfsleyfi. Þannig að þetta kemur okkur mjög á óvart. Þarna er verið að benda á ákveðinn formgalla á málsmeðferðinni. Hvað þetta þýðir er ekki gott að segja og við erum að fara yfir það og meta hvaða áhrif þessir úrskurðir hafa,“ segir Einar.vísir/vilhelm Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Erlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fleiri fréttir Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Sjá meira
Fiskeldi Vestfirðingar eru æfir yfir því að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (UUA) felldi úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar (MAST) um að veita tveimur laxeldisfyrirtækjum á Vestfjörðum rekstrarleyfi fyrir 17.500 tonna eldi í landsfjórðungnum. Teitur Björn Einarsson, sitjandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, vill skoða það hvort hægt sé að breyta lögum til að auðvelda fyrirtækjum störf sín. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, telur eðlilegt að bíða niðurstöðu Stjórnarráðsins áður en nefndin verður kölluð saman. Hún segir stöðuna alvarlega. „Mér finnst mikilvægt að réttaráhrifum úrskurðarins verði frestað svo svigrúm myndist til að vinna með viðkomandi stofnunum og hagsmunaaðilum sem hlut eiga að máli inni í stjórnsýslunni að ásættanlegri niðurstöðu. Ég treysti því að sú vinna sé í gangi,“ segir Lilja Rafney. Í úrskurðum UUA kemur fram að ekki hafi verið sýnt fram á í mati á umhverfisáhrifum að annar mögulegur framkvæmdakostur hafi komið til greina. Þannig sé ágalli á matinu að enginn annar kostur hafi verið sýndur en sjókvíaeldi í opnum kvíum. MAST hafi því ekki átt að veita rekstrarleyfi til Arctic Fish og Arnarlax byggt á þeim gögnum sem lágu fyrir. Vestfjarðastofa auk sveitarfélaga á Vestfjörðum sendi frá sér harðorða yfirlýsingu vegna málsins. „Úrskurður UUA er áfellisdómur yfir Alþingi, ríkisstjórn og eftirlitsstofnunum og ljóst er að með skorti á stefnu, aðgerðarleysi og mistökum hafa yfirvöld haft grafalvarleg áhrif á atvinnuuppbyggingu og starfsöryggi fjölda manns,“ segir í tilkynningu frá sveitarfélögunum. „Úrskurðurinn vekur jafnframt upp spurningar um stöðu annarra atvinnugreina og nýtingu náttúrunnar, hvort sem er til fiskeldis, ferðaþjónustu eða landbúnaðar, gagnvart jafn fordæmalausri og ósvífinni hagsmunabaráttu fámennra hópa auðmanna.“ Kristian Matthíasson, forstjóri Arnarlax, gat ekki sagt til um það hvort úrskurðurinn fæli í sér að segja þyrfti upp fólki. „Við munum hins vegar þurfa að nýta helgina vel í að fara yfir þetta mál.“ Laxeldi býr til um 600 ársverk á Íslandi, bæði beint og óbeint. Laxeldi hefur skapað fjölda starfa á Vestfjörðum og er einn burðarása atvinnulífs á svæðinu. Einar K. Guðfinnsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, segir úrskurðinn hafa komið sér á óvart. „Okkar vinna hafði farið eftir lögformlegum leiðum og þar var brugðist við öllum þeim spurningum sem bárust. Á grundvelli þess var samþykkt umhverfismat og í framhaldi af því gefið út rekstrar- og starfsleyfi. Þannig að þetta kemur okkur mjög á óvart. Þarna er verið að benda á ákveðinn formgalla á málsmeðferðinni. Hvað þetta þýðir er ekki gott að segja og við erum að fara yfir það og meta hvaða áhrif þessir úrskurðir hafa,“ segir Einar.vísir/vilhelm
Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Erlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fleiri fréttir Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Sjá meira