Innlent

Hækkuð mörk skattleysis kosta 150 milljarða

Sveinn Arnarsson skrifar
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/ERNIR

Níu af hverjum tíu krónum sem koma í ríkissjóð í formi tekjuskatts eru af fyrstu þrjú hundruð þúsund krónum hvers launamanns, hækka þarf skattleysismörk upp í 106 þúsund krónur til að skattleysismörk atvinnutekna verði 300 þúsund krónur. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Guðmundar Inga Kristinssonar um lækkun tekjuskatts.

Yrði það gert myndi það rýra tekjur ríkissjóðs um 149 milljarða króna.

„Álagning tekjuskatts einstaklinga á tekjur ársins 2017 nam samtals 168,6 milljörðum kr.,“ segir í svari fjármálaráðherra. „Tekjuskattur einstaklinga hefði því rýrnað um 89 prósent.“

Fram undan eru erfiðar kjaraviðræður og líkast til mun skattkerfisbreytingar bera á góma í viðræðunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.