Innlent

Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum kynnt í dag

khn skrifar
Katrín Jakobsdóttir. forsætisráðherra og formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir. forsætisráðherra og formaður VG.

Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum verður kynnt í dag. Upphaflega stóð til að kynna áætlunina á vormánuðum.

Samkvæmt upplýsingum frá stjórnarráðinu hefur vinna við áætlunina miðað að því að Ísland geti staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt Parísarsamningnum í loftslagsmálum til ársins 2030.

Um umfangsmikla áætlun er að ræða. Vinna við gerð hennar var leidd af umhverfisráðherra en fulltrúar sex annarra ráðherra koma að verkefninu.

Aðgerðunum sem kynntar verða í dag er ætlað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og auka bindingu koldíoxíðs úr andrúmslofti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.