Fótbolti

Terry mokar inn Rússagulli

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Terry hefur kvatt Aston Villa og ætlar að telja peninga í Rússlandi.
Terry hefur kvatt Aston Villa og ætlar að telja peninga í Rússlandi. vísir/getty
John Terry mun bæta vel í eftirlaunasjóðinn með veru sinni hjá Spartak Moskva. Hann skrifaði á dögunum undir eins árs samning við félagið.Hinn 37 ára gamli Terry kemur til Spartak frá Aston Villa. Rússneska liðið bauð Terry gull og græna skóga og því gat hann ekki hafnað.Terry mun fara heim frá Rússlandi með 265 milljónir króna, eftir skatt, í vasanum. Alvöru árslaun það fyrir 37 ára gamlan leikmann.Stjóri Spartak, Massimo Carrera, var aðstoðarmaður Antonio Conte hjá Juventus og það var Conte sem benti lærlingi sínum á að semja við Terry sem hann og gerði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.