Fótbolti

Gráhærður Van Persie í góðum gír í hollensku deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robin van Persie fagnar með Feyenoord.
Robin van Persie fagnar með Feyenoord. Vísir/Getty

Robin van Persie er á sínu öðru tímabili með Feyenoord í hollensku deildinni og hefur næstum því jafnan markaskor sitt frá því í fyrra þrátt fyrir að aðeins fjórar umferðir séu búnar af tímabilinu.

Feyenoord hefur unnið þrjá síðustu leiki sína og í þeim hefur Robin van Persie skoraði fjögur mörk sjálfur og lagt upp tvö til viðbótar.

4 mörk í 4 leikjum er ekki slæmt fyrir hinn 35 ára gamla fyrrum leikmann Arsenal og Manchester United.

Robin van Persie skoraði bara 5 mörk í 12 leikjum á síðustu leiktíð en hann kom þá til Feyenoord frá Fenerbahce í janúar.Robin van Persie er kannski orðinn gráhærður en hann ætlar að láta til sín taka með Feyenoord á þessu tímabili.

Van Persie spilaði þrjú tímabil með Feyenoord þegar hann var 18 ára til 21 árs en fór síðan til Arsenal sumarið 2004.

Van Persie spilaði í átta tímabil með Arsenal og svo þrjú tímabil með Manchester United áður en hann fór til Fenerbahce í Tyrklandi.

Robin van Persie náði aldrei að verða hollenskur meistari á þremur tímbilum sínum með félaginu í upphafi aldarinnar en nú er að sjá hvort það takist í betur.

Feyenoord er eins og er í 3. sæti með 9 stig, þremur stigum á eftir toppliði PSV Eindhoven og einu stigi á eftir Ajax. Feyenoord endaði í 4. sæti í fyrra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.