Bjarni sagði að áfram yrði svigrúm til útgjaldavaxtar með því að losa um eignir ríkisins í fjármálafyrirtækjum Birgir Olgeirsson skrifar 11. september 2018 10:00 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði stöðu ríkissjóðs vera traustari en verið hefur undanfarin ár og því megi þakka auknum tekjum samhliða miklu hagvaxtarskeiði, aðhalds í ríkisrekstri og verulegrar niðurgreiðslu skulda með ráðstöfun stöðugleikaframlaga og annarra óreglulegra tekna. Þegar Bjarni kynnti fjárlög ríkisins fyrir árið 2019 í morgun nefndi hann búið hefði verið í haginn með því að vera ekki með útgjöld hærri en landsframleiðslu og þetta hafi gert ríkissjóði kleift að ráðast í mikla innviðauppbyggingu og auka framlög í ýmsa málaflokka og eru í ár aðgerðir boðaðar til lækkunar á sköttum fyrir atvinnulíf og bótakerfi einstaklinga. Bjarni sagði að ekki sé hægt að viðhalda jafn miklum útgjaldavexti á næstu árum enda geri spár ráð fyrir að hagvöxtur muni réna og þar með vöxtur tekjustofna. Í auknum mæli þurfi að mynda svigrúm til nýrra útgjalda eða frekari ráðstafana á tekjuhlið á komandi árum í hefðbundnum rekstri ríkissjóðs og að endurmeta þurfi reglulega útgjöld. Sagði Bjarni að kanna yrði hvort að þau útgjöld sem ráðist hefur verið í séu að skila þeim árangri sem ætlast var til. „Þetta breytir þó því ekki, eins og við ræddum fyrir síðustu kosningar áfram svigrúm, ef menn grípa til tiltekinna ráðstafana, eins og til dæmis með sölu eigna ríkisins,“ sagði Bjarni. Nefndi hann í því samhengi að ekkert land í Evrópu sé með jafn mikið fé bundið í fjármálafyrirtækjum eins og íslenska ríkið. Sagði Bjarni að ef menn kysu að losa um þann eignarhlut, líkt og rætt er um í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þegar réttar aðstæður skapast, þá sé verið að tala um verulega háar fjárhæðir í öllu samhengi ríkisfjármála. Sagði Bjarni að gert sé ráð fyrir því í langtímaáætlunum að hægt verði að ráðstafa hluta slíks söluandvirðis til uppgreiðslu skulda og þannig lækka vaxtabyrði. Fjárlagafrumvarp 2019 Tengdar fréttir Persónuafsláttur hækkar um 2.000 krónur á mánuði Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að persónuafsláttur muni hækka um eitt prósent umfram lögbundna 12 mánaða hækkun vísitölu neysluverðs á árinu 2019. 11. september 2018 09:23 Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2019 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun í dag kynna frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2019. Blaðamannafundurinn hefst klukkan 8:30. 11. september 2018 07:30 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði stöðu ríkissjóðs vera traustari en verið hefur undanfarin ár og því megi þakka auknum tekjum samhliða miklu hagvaxtarskeiði, aðhalds í ríkisrekstri og verulegrar niðurgreiðslu skulda með ráðstöfun stöðugleikaframlaga og annarra óreglulegra tekna. Þegar Bjarni kynnti fjárlög ríkisins fyrir árið 2019 í morgun nefndi hann búið hefði verið í haginn með því að vera ekki með útgjöld hærri en landsframleiðslu og þetta hafi gert ríkissjóði kleift að ráðast í mikla innviðauppbyggingu og auka framlög í ýmsa málaflokka og eru í ár aðgerðir boðaðar til lækkunar á sköttum fyrir atvinnulíf og bótakerfi einstaklinga. Bjarni sagði að ekki sé hægt að viðhalda jafn miklum útgjaldavexti á næstu árum enda geri spár ráð fyrir að hagvöxtur muni réna og þar með vöxtur tekjustofna. Í auknum mæli þurfi að mynda svigrúm til nýrra útgjalda eða frekari ráðstafana á tekjuhlið á komandi árum í hefðbundnum rekstri ríkissjóðs og að endurmeta þurfi reglulega útgjöld. Sagði Bjarni að kanna yrði hvort að þau útgjöld sem ráðist hefur verið í séu að skila þeim árangri sem ætlast var til. „Þetta breytir þó því ekki, eins og við ræddum fyrir síðustu kosningar áfram svigrúm, ef menn grípa til tiltekinna ráðstafana, eins og til dæmis með sölu eigna ríkisins,“ sagði Bjarni. Nefndi hann í því samhengi að ekkert land í Evrópu sé með jafn mikið fé bundið í fjármálafyrirtækjum eins og íslenska ríkið. Sagði Bjarni að ef menn kysu að losa um þann eignarhlut, líkt og rætt er um í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þegar réttar aðstæður skapast, þá sé verið að tala um verulega háar fjárhæðir í öllu samhengi ríkisfjármála. Sagði Bjarni að gert sé ráð fyrir því í langtímaáætlunum að hægt verði að ráðstafa hluta slíks söluandvirðis til uppgreiðslu skulda og þannig lækka vaxtabyrði.
Fjárlagafrumvarp 2019 Tengdar fréttir Persónuafsláttur hækkar um 2.000 krónur á mánuði Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að persónuafsláttur muni hækka um eitt prósent umfram lögbundna 12 mánaða hækkun vísitölu neysluverðs á árinu 2019. 11. september 2018 09:23 Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2019 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun í dag kynna frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2019. Blaðamannafundurinn hefst klukkan 8:30. 11. september 2018 07:30 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Persónuafsláttur hækkar um 2.000 krónur á mánuði Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að persónuafsláttur muni hækka um eitt prósent umfram lögbundna 12 mánaða hækkun vísitölu neysluverðs á árinu 2019. 11. september 2018 09:23
Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2019 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun í dag kynna frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2019. Blaðamannafundurinn hefst klukkan 8:30. 11. september 2018 07:30