Erlent

„Sannleikurinn kemur í ljós“

Samúel Karl Ólason skrifar
Bob Woodward og Stephen Colbert.
Bob Woodward og Stephen Colbert.

Blaðamaðurinn Bob Woodward mætti í þáttinn til Stephen Colbert í gærkvöldi og ræddi þar um bók sína Fear, sem fjallar um Donald Trump. Þar komu þeir víða við og ræddu þeir meðal annars hvernig Woodward skrifaði bókin, af hverju í ósköpunum fólk vildi tala við hann og viðbrögð hans við yfirlýsingum Hvíta hússins um að hann hafi falsað ummæli.

Woodward er hvað þekktastur fyrir fyrir fréttaskrif sín í tengslum við Watergate hneykslið á síðustu öld. Hann og Carl Berstein komust að því að Richard Nixon og starfsmenn hans höfðu framið innbrotið í Watergate bygginguna.

Colbert spurði Woodward út í það hvort að viðmælendur hans væru að reyna að fegra eigin störf með því að gagnrýna Trump og segja frá atvikum sem láti þá líta betur út. Woodward sagði svo ekki vera. Hann hefði kannað sögur heimildarmanna sinna hjá öðrum heimildarmönnum og borið þær saman við þau gögn sem hann kom höndum yfir.

Woodward sagði það sem hann hefði uppgötvað við gerð bókarinnar hafa komið sér verulega á óvart. Nefndi hann sérstaklega það að Donald Trump neitaði að fylgja fordæmum og hve andvígur hann væri langvarandi bandalögum og samningum Bandaríkjanna.

Sömuleiðis ræddu þeir viðbrögð Woodward við því að Trump kallaði hann lygara.

Hægt er að horfa á viðtalið, í þremur hlutum, hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.