Svíar opnir fyrir því að kasta gömlu blokkapólitíkinni Atli Ísleifsson skrifar 11. september 2018 14:03 Ebba Busch Thor, leiðtogi Kristilegra demókrata, Ulf Kristersson, leiðtogi Moderaterna, Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins, og Jan Björklund, leiðtogi Frjálslyndra. Vísir/EPA Niðurstaða kosninganna í Svíþjóð kann að leiða til mikilla breytinga í sænskum stjórnmálum. Skoðanakönnun Inizio sem unnin var fyrir Aftonbladet bendir til að margir Svíar eru jákvæðir í garð ríkisstjórnar sem samanstæði af flokkum úr bæði rauðgrænu fylkingunni og bandalagi borgaralegu flokkanna. Samkvæmt könnuninni vilja 41 prósent aðspurðra að mynduð verði stjórn með flokkum úr báðum hefðbundnu blokkunum. 32 prósent segjast vilja sjá minnihlutastjórn borgaralegu flokkanna sem nyti stuðnings Svíþjóðardemókrata. Fjórtán prósent segjast svo vilja að stærsta blokkin leiði ríkisstjórn, burtséð frá því hvor blokkin sé stærri, en tíu prósent aðspurðra segjast ekki vita hvernig stjórn skuli mynda.Segir nauðsynlegt að jarða blokkapólitíkina Stefan Löfven, forsætisráðherra og leiðtogi Jafnaðarmanna, sagði á kosningakvöldinu að niðurstaða kosninganna yrði að túlka sem jarðarför gömlu blokkapólitíkurinnar. Nauðsynlegt væri fyrir að flokkana að geta unnið yfir miðju stjórnmálanna þegar kæmi að því verkefni að mynda ríkisstjórn. Löfven hefur sjálfur talað um það að hann vilji kanna að mynda stjórn með Miðflokknum og Frjálslyndum – flokkum sem báðir eru hluti bandalags borgaralegu flokkanna. Hann hefur þó fengið þau svör að þeir vilji að mynduð verði stjórn með Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, í forsæti.Sammála hugmyndum Löfven Könnun Kantar SIFO bendir einnig til að Svíar séu jákvæðir í garð hugmynda Löfven um að brjóta upp blokkapólitíkina. Þannig greinir Expressen frá því að 64 prósent aðspurðra séu sammála slíkum hugmyndum. Enn er ekki búið að telja öll atkvæði, en eins og staðan er nú eru rauðgrænu flokkarnir með 144 þingsæti, en bandalag borgaralegu flokkanna 142. Þá eru Svíþjóðardemókratar með 63 þingsæti. Þing kemur saman þann 24. september næstkomandi þar sem fyrsta mál á dagskrá verður að kjósa nýjan þingforseta. Sá mun svo tilnefna forsætisráðherra og mun þingið greiða atkvæði um hann. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Framhaldið er óljóst í Svíþjóð Hvorki vinstri- né hægriblokkin í Svíþjóð fékk meirihluta þingsæta vegna velgengni Svíþjóðardemókrata. Boði Svíþjóðardemókrata um viðræður var hafnað. 11. september 2018 05:30 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Niðurstaða kosninganna í Svíþjóð kann að leiða til mikilla breytinga í sænskum stjórnmálum. Skoðanakönnun Inizio sem unnin var fyrir Aftonbladet bendir til að margir Svíar eru jákvæðir í garð ríkisstjórnar sem samanstæði af flokkum úr bæði rauðgrænu fylkingunni og bandalagi borgaralegu flokkanna. Samkvæmt könnuninni vilja 41 prósent aðspurðra að mynduð verði stjórn með flokkum úr báðum hefðbundnu blokkunum. 32 prósent segjast vilja sjá minnihlutastjórn borgaralegu flokkanna sem nyti stuðnings Svíþjóðardemókrata. Fjórtán prósent segjast svo vilja að stærsta blokkin leiði ríkisstjórn, burtséð frá því hvor blokkin sé stærri, en tíu prósent aðspurðra segjast ekki vita hvernig stjórn skuli mynda.Segir nauðsynlegt að jarða blokkapólitíkina Stefan Löfven, forsætisráðherra og leiðtogi Jafnaðarmanna, sagði á kosningakvöldinu að niðurstaða kosninganna yrði að túlka sem jarðarför gömlu blokkapólitíkurinnar. Nauðsynlegt væri fyrir að flokkana að geta unnið yfir miðju stjórnmálanna þegar kæmi að því verkefni að mynda ríkisstjórn. Löfven hefur sjálfur talað um það að hann vilji kanna að mynda stjórn með Miðflokknum og Frjálslyndum – flokkum sem báðir eru hluti bandalags borgaralegu flokkanna. Hann hefur þó fengið þau svör að þeir vilji að mynduð verði stjórn með Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, í forsæti.Sammála hugmyndum Löfven Könnun Kantar SIFO bendir einnig til að Svíar séu jákvæðir í garð hugmynda Löfven um að brjóta upp blokkapólitíkina. Þannig greinir Expressen frá því að 64 prósent aðspurðra séu sammála slíkum hugmyndum. Enn er ekki búið að telja öll atkvæði, en eins og staðan er nú eru rauðgrænu flokkarnir með 144 þingsæti, en bandalag borgaralegu flokkanna 142. Þá eru Svíþjóðardemókratar með 63 þingsæti. Þing kemur saman þann 24. september næstkomandi þar sem fyrsta mál á dagskrá verður að kjósa nýjan þingforseta. Sá mun svo tilnefna forsætisráðherra og mun þingið greiða atkvæði um hann.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Framhaldið er óljóst í Svíþjóð Hvorki vinstri- né hægriblokkin í Svíþjóð fékk meirihluta þingsæta vegna velgengni Svíþjóðardemókrata. Boði Svíþjóðardemókrata um viðræður var hafnað. 11. september 2018 05:30 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Framhaldið er óljóst í Svíþjóð Hvorki vinstri- né hægriblokkin í Svíþjóð fékk meirihluta þingsæta vegna velgengni Svíþjóðardemókrata. Boði Svíþjóðardemókrata um viðræður var hafnað. 11. september 2018 05:30