Fótbolti

Sjáðu Albert Guðmunds skora flott mark á gamla heimavellinum í Vesturbænum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson. Vísir/Getty

Gamall KR-ingur fann sig vel á KR-vellinum í dag og hélt upp á heimsókn á gamla heimavöllinn með laglegu marki.

Albert Guðmundsson kom íslenska 21 árs landsliðinu í 1-0 á móti Slóvakíu í undankeppni EM 2019 en strákarnir geta komist upp í annað sæti riðilsins með sigri.

Albert afgreiddi Slóvakana með tveimur mörkum í fyrri leiknum og hélt uppteknum hætti á KR-vellinum í dag. Albert er eins og kunnugt er KR-ingur og ólst þvi upp í Frostaskjólinu.

Íslenska hliðið þurfti aðra hetjuframmistöðu fyrr í leiknum en Fylkismaðurinn Aron Snær Friðriksson varði vítaspyrnu á þrettándu mínútu leiksins.

Albert er fyrirliði íslenska liðsins en hann hefur nú skorað fimm mörk fyrir íslenska liðið í undankeppninni.

Aron Snær Friðriksson varði nokkrum sinnum frábærlega í fyrri hálfleiknum eftir að íslenska liðið komst yfir.

Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport en hér fyrir neðan má myndband með tilþrifum Alberts og Arons í fyrri hálfleiknum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.