Fótbolti

Þrjár mannabreytingar og annað leikkerfi gegn Belgíu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Emil á æfingu með landsliðinu.
Emil á æfingu með landsliðinu. vísir/ernir
KSÍ hefur gefið út hvaða ellefu leikmenn byrja leikinn gegn Belgíum í Þjóðadeildinni en spilað verður á Laugardalsvellinum í kvöld. Flautað verður til leiks 18.45.

Ísland tapaði stórt gegn Sviss á laugardaginn og gerir þjálfarateymið þrjár breytingar á liðinu. Einnig breyta þeir um leikkerfi og fara úr 4-4-2 í 4-5-1.

Rúrik Gíslason, Björn Bergmann Sigurðarson og Guðlaugur Victor Pálsson fara á bekkinn en inn koma Hörður Björgvin Magnússon, Emil Hallfreðsson og Rúnar Már Sigurjónsson.

Liðið má sjá hér að neðan.

Ísland (4-5-1):

Markvörður: Hannes Þór Halldórsson

Hægri bakvörður: Birkir Már Sævarsson

Miðverðir: Ragnar Sigurðsson og Sverrir Ingi Ingason

Vinstri bakvörður: Hörður Björgvin Magnússon

Miðjumenn: Birkir Bjarnason, Emil Hallfreðsson og Gylfi Þór Sigurðsson, fyrirliði

Hægri kantmaður: Rúnar Már Sigurjónsson

Vinstri kantmaður: Ari Freyr Skúlason

Framherji: Jón Daði Böðvarsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×