Fótbolti

Hamren: Liðið er sigurvegari dagsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hamren var stoltur í leikslok af íslensku strákunum.
Hamren var stoltur í leikslok af íslensku strákunum. vísir/skjáskot

Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, var stoltur af íslensku strákunum þrátt fyrir 2-0 tap gegn Belgíu á heimavelli í kvöld.

„Eins og ég sagði fyrir leikinn þá var það frammistaðan mjög mikilvæg í dag eftir tapið á laugardaginn og að við myndum spila í 90 mínútur,” sagði Hamren í samtali við Tómas Þór Þórðarson í leikslok.

„Ég er mjög stoltur af strákunum. Þeir geta sagt við sig í kvöld að við gerðum eins og við gátum gegn mjög sterku liði. Belgarnir spila vel og mér fannst við spila einnig vel.”

„Það er smá súrt að við náðum ekki að skora fyrir áhorfendurna. Við reyndum og vorum nálægt því á tíma en þú getur tapað leik en samt verið sigurvegari ef þú hefur gefið allt í leikinn. Liðið er sigurvegari í dag.”

Samt sem áður byrjar Hamren á tveimur töpum sem landsliðsþjálfari Íslands og hann náði ekki sigri í sínum fyrsta leik á heimavelli með Ísland.

„Þú verður að skoða gegn hvaða liði þú ert að spila. Þeir eru númer tvö á heimslistanum og við númer 32 svo þú verður að kíkja á það.”

„Auðvitað viljum við vinna leikina en þegar þú ert að spila gegn svona liði verðum við að skoða frammistöðuna og sjá hvort að það skili sér í úrslit,” sagði Hamren og bætti við að lokum:

„Ég er ánægður með frammistöðuna í dag.”


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.