Fótbolti

Gylfi og Raggi neituðu að koma í viðtöl

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty

Gylfi Þór Sigurðson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, og Ragnar Sigurðsson neituðu að tala við fjölmiðla eftir tap Íslands fyrir Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld.

Ísland tapaði leiknum 0-3 en sýndi mun betri frammistöðu en þegar Svisslendingar sundurspilaði íslenska liðið á laugardaginn.

Bæði Gylfi og Ragnar voru beðnir um að koma í viðtöl við Stöð 2 Sport strax að leik loknum en neituðu því. Þeir létu svo heldur ekki sjá sig á blönduðu viðtalssvæði fjölmiðla eftir leikinn.

Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi landsliðsins, tjáði blaðamönnum að þeir myndu ekki mæta í viðtal.

Gylfi var fyrirliði liðsins í leikjunum tveimur í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar sem er meiddur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.