Fótbolti

Myndaveisla: Ógnasterkt lið Belga hafði betur í Laugardalnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. vísir/vilhelm

Íslenska landsliðið sýndi mun betri frammistöðu gegn Belgum í kvöld en gegn Sviss á laugardaginn. Það dugði hins vegar ekki til og lokatölur 2-0 tap.

Spilamennska Íslands í kvöld einkenndist af baráttu og vilja; sér í lagi fyrstu fimmtán til tuttugu mínúturnar þar sem liðið fékk tækifæri til þess að skora.

Eftir það gengu Belgarnir á lagið og stjórnuðu ferðinni út leikinn. Þeir skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik og bættu svo við þriðja markinu í síðari hálfleik.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var vopnaður myndavélinni í Laugardalnum í kvöld og hér að neðan má sjá afraksturinn.

Stórstjörnur Belga í kvöld. vísir/vilhelm
Emil Hallfreðsson eltir uppi Eden Hazard. vísir/vilhelm
Hörður Björgvin skallar boltann burt. Lukaku fylgist með. vísir/vilhelm
Gylfi undir pressu Belga í kvöld. vísir/vilhelm
Sverrir Ingi og Hannes vonsviknir meðan Lukaku fagnar. vísir/vilhelm
Kolbeinn í sínum fyrsta landsleik í tvö ár. Hér er hann í kunnuglegri stöðu. vísir/vilhelm
Stjórinn þakkar fyrir stuðninginn á fyrsta heimaleiknum. vísir/vilhelm
Ungir aðdáendur með Lukaku í kvöld. vísir/vilhelm


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.