Umdeildar leiguþyrlur fá grænt ljós frá áhöfnum Gæslunnar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. september 2018 07:15 Super Puma af þeirri gerð sem leysa á tvær núverandi þyrlur Landhelgisgæslunnar af hólmi. „Ég býst við að Landhelgisgæslan taki þessar þyrlur,“ segir Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Landhelgisgæslan samdi í maí um að fá til sín nýrri gerð af Airbus Super Puma H225 þyrlum í stað tveggja eldri sem hér eru. Gerðin sem er væntanleg á ekki upp á pallborðið í Bretlandi og Noregi eftir mannskæð slys í þessum löndum 2009 og 2016. Eftir að herþyrla með gírkassa frá Airbus hrapaði í Suður-Kóreu um miðjan júlí kallaði Ingvar eftir því að Landhelgisgæslan endurmæti stöðuna. Walter Erhart, þyrluflugstjóri og staðgengill flugrekstrarstjóra, segir að þyrluáhafnir Landhelgisgæslunnar hafi á dögunum fengið ítarlega kynningu á eiginleikum og getu Super Puma H225 þyrlanna. „Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um komu þeirra en ég yrði mjög ánægður ef svo yrði. Að kynningu lokinni var ekki annað að sjá og heyra en að áhafnarmeðlimir teldu komu vélanna vera ákaflega heillavænlegt skref fyrir Landhelgisgæsluna,“ segir Walter.Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna.„Menn náttúrlega hrukku í kút þegar þetta gerðist í Suður-Kóreu en það blasir núna við að það er allt önnur atburðarás þar. Við vitum að þetta var ekki gírkassinn sem gaf sig – það er alveg á hreinu,“ segir Ingvar. Slysin í Noregi og Skotlandi eru einmitt rakin til galla í gírkassa. Ingvar segir orsökina hafa verið slit í legum gírkassans. Tvö fyrirtæki hafi framleitt legurnar og Airbus hafi hætt viðskiptum við það fyrirtæki sem framleiddi legurnar sem voru í þyrlunum sem fórust. „Airbus er hreinlega búið að taka þessa legu úr umferð og þar með eru menn í raun og veru búnir að leysa þetta vandamál,“ segir Ingvar. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í júlí telur rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi, sem skilaði skýrslu um slysið 2016, að Airbus þyrfti að endurhanna gírkassann. „Rökstuðningurinn að baki þeirri tillögu er dálítið í uppástungustíl,“ segir Ingvar um þetta. Ingvar og Walter minna á að Flugöryggisstofnun Evrópu og eftirlitsaðilar allra landa hafi gefið óskert leyfi til flugs á þyrlunum. „Það er ekkert á borðinu sem vefengir eða truflar það mat og mér heyrist að flugmenn Gæslunnar séu sáttir við farveginn sem málið er í. Og fyrir okkar leyti þá berum við alveg fullt traust til tæknistjóra og flugrekstrarstjóra Gæslunnar um að taka ákvarðanir í þessa veru,“ segir formaður flugöryggisnefndar FÍA. Ekki fékkst staðfest í gær hjá Landhelgisgæslunni hvort endanleg ákvörðun hefði verið tekin um að leigja umræddar þyrlur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira
„Ég býst við að Landhelgisgæslan taki þessar þyrlur,“ segir Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Landhelgisgæslan samdi í maí um að fá til sín nýrri gerð af Airbus Super Puma H225 þyrlum í stað tveggja eldri sem hér eru. Gerðin sem er væntanleg á ekki upp á pallborðið í Bretlandi og Noregi eftir mannskæð slys í þessum löndum 2009 og 2016. Eftir að herþyrla með gírkassa frá Airbus hrapaði í Suður-Kóreu um miðjan júlí kallaði Ingvar eftir því að Landhelgisgæslan endurmæti stöðuna. Walter Erhart, þyrluflugstjóri og staðgengill flugrekstrarstjóra, segir að þyrluáhafnir Landhelgisgæslunnar hafi á dögunum fengið ítarlega kynningu á eiginleikum og getu Super Puma H225 þyrlanna. „Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um komu þeirra en ég yrði mjög ánægður ef svo yrði. Að kynningu lokinni var ekki annað að sjá og heyra en að áhafnarmeðlimir teldu komu vélanna vera ákaflega heillavænlegt skref fyrir Landhelgisgæsluna,“ segir Walter.Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna.„Menn náttúrlega hrukku í kút þegar þetta gerðist í Suður-Kóreu en það blasir núna við að það er allt önnur atburðarás þar. Við vitum að þetta var ekki gírkassinn sem gaf sig – það er alveg á hreinu,“ segir Ingvar. Slysin í Noregi og Skotlandi eru einmitt rakin til galla í gírkassa. Ingvar segir orsökina hafa verið slit í legum gírkassans. Tvö fyrirtæki hafi framleitt legurnar og Airbus hafi hætt viðskiptum við það fyrirtæki sem framleiddi legurnar sem voru í þyrlunum sem fórust. „Airbus er hreinlega búið að taka þessa legu úr umferð og þar með eru menn í raun og veru búnir að leysa þetta vandamál,“ segir Ingvar. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í júlí telur rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi, sem skilaði skýrslu um slysið 2016, að Airbus þyrfti að endurhanna gírkassann. „Rökstuðningurinn að baki þeirri tillögu er dálítið í uppástungustíl,“ segir Ingvar um þetta. Ingvar og Walter minna á að Flugöryggisstofnun Evrópu og eftirlitsaðilar allra landa hafi gefið óskert leyfi til flugs á þyrlunum. „Það er ekkert á borðinu sem vefengir eða truflar það mat og mér heyrist að flugmenn Gæslunnar séu sáttir við farveginn sem málið er í. Og fyrir okkar leyti þá berum við alveg fullt traust til tæknistjóra og flugrekstrarstjóra Gæslunnar um að taka ákvarðanir í þessa veru,“ segir formaður flugöryggisnefndar FÍA. Ekki fékkst staðfest í gær hjá Landhelgisgæslunni hvort endanleg ákvörðun hefði verið tekin um að leigja umræddar þyrlur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira