Fyrirtæki sameinast gegn tollum Trump Samúel Karl Ólason skrifar 12. september 2018 06:48 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Fjölmörg hagsmunasamtök fyrirtækja í Bandaríkjunum ætla í hart við Donald Trump, forseta, og ríkisstjórn hans vegna tolla sem Bandaríkin hafa beitt og þá sérstaklega þeim tollum sem beitt hefur verið gegn Kína. Undanfarna mánuði hafa samtökin beitt áhrifum sínum á bak við tjöldin en nú ætla rúmlega sextíu samtök að taka höndum saman vegna mikilla kostnaðarhækkana í Bandaríkjunum. Bandaríkin hafa lagt 25 prósenta tolla á fjölda vara sem innfluttar eru frá Kína og stendur til að auka tollana til muna. Ríkisstjórn Trump hefur krafist þess að yfirvöld Kína tryggi öryggi bandarískrar tækni, dregið verði úr viðskiptahalla ríkjanna, að bandarískum fyrirtækjum verði veittur aukinn aðgangur að kínverskum mörkuðum og að dregið verði úr styrkjum til tæknifyrirtækja í Kína. Í samtali við Reuters segir framkvæmdastjóri Information Technology Industry Council, sem inniheldur meðal annars Microsoft, Alphabet og Apple, að mikil vinna hafi verið unnin bakvið tjöldin á undanförnum mánuðum sem hafi gengið út á að sannfæra forsetann og ríkisstjórn hans um að tollar hjálpi ekki bandarískum fyrirtækjum. Nú verði sú vinna dregin fram í dagsljósið.Auk þeirra eru mörg af stærstu fyrirtækjum landsins í samtökunum sem ætla að taka höndum saman. Forsvarsmenn fjölmargra fyrirtækja í Bandaríkjunum eru sagðir vera að íhuga umfangsmiklar uppsagnir þar sem kostnaður hafi aukist til muna vegna tolla. Hjá samtökunum National Marine Manufacturers Association hefur kostnaður fyrirtækja aukist um allt að 35 prósent. Bandalagið ætlar að beita sér sérstaklega í fimm ríkjum í aðdraganda þingkosninganna í nóvember. Ohio, Pennsilvaníu, Illinois, Indíana og Tennessee. Vonast er til þess að hægt verði að fá þingmenn til að beita Trump þrýstingi og fá hann til að fella tolla niður. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Fjölmörg hagsmunasamtök fyrirtækja í Bandaríkjunum ætla í hart við Donald Trump, forseta, og ríkisstjórn hans vegna tolla sem Bandaríkin hafa beitt og þá sérstaklega þeim tollum sem beitt hefur verið gegn Kína. Undanfarna mánuði hafa samtökin beitt áhrifum sínum á bak við tjöldin en nú ætla rúmlega sextíu samtök að taka höndum saman vegna mikilla kostnaðarhækkana í Bandaríkjunum. Bandaríkin hafa lagt 25 prósenta tolla á fjölda vara sem innfluttar eru frá Kína og stendur til að auka tollana til muna. Ríkisstjórn Trump hefur krafist þess að yfirvöld Kína tryggi öryggi bandarískrar tækni, dregið verði úr viðskiptahalla ríkjanna, að bandarískum fyrirtækjum verði veittur aukinn aðgangur að kínverskum mörkuðum og að dregið verði úr styrkjum til tæknifyrirtækja í Kína. Í samtali við Reuters segir framkvæmdastjóri Information Technology Industry Council, sem inniheldur meðal annars Microsoft, Alphabet og Apple, að mikil vinna hafi verið unnin bakvið tjöldin á undanförnum mánuðum sem hafi gengið út á að sannfæra forsetann og ríkisstjórn hans um að tollar hjálpi ekki bandarískum fyrirtækjum. Nú verði sú vinna dregin fram í dagsljósið.Auk þeirra eru mörg af stærstu fyrirtækjum landsins í samtökunum sem ætla að taka höndum saman. Forsvarsmenn fjölmargra fyrirtækja í Bandaríkjunum eru sagðir vera að íhuga umfangsmiklar uppsagnir þar sem kostnaður hafi aukist til muna vegna tolla. Hjá samtökunum National Marine Manufacturers Association hefur kostnaður fyrirtækja aukist um allt að 35 prósent. Bandalagið ætlar að beita sér sérstaklega í fimm ríkjum í aðdraganda þingkosninganna í nóvember. Ohio, Pennsilvaníu, Illinois, Indíana og Tennessee. Vonast er til þess að hægt verði að fá þingmenn til að beita Trump þrýstingi og fá hann til að fella tolla niður.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira