Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. september 2018 20:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi traust á stjórnmálum og stjórnsýslu, sem líklega næði aldrei jafnmiklum hæðum og rétt fyrir hrun, í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld. Hún lagði einnig mikla áherslu á hraðar samfélagsbreytingar á tímum „fjóru iðnbyltingarinnar“ svokölluðu og sagðist jafnframt bjartsýn á að breytingar á stjórnarskránni nái fram að ganga. Eldhúsdagsumræður fara fram á Alþingi í kvöld og fylgjast má með umræðunum í beinni útsendingu hér á Vísi. Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. Hún ræddi baráttu gegn kynferðisofbeldi, heilbrigðismál og samgöngumál, svo fátt eitt sé nefnt, og sagði ríkisstjórnina hafa ráðist í nauðsynlega uppbyggingu þessara samfélagslegu innviða frá fyrsta degi. Þörfin sé brýn, enda geri spár ráð fyrir minni hagvexti á komandi árum.Arðgreiðslur frá orkufyrirtækjum í þjóðarsjóð Þá kom einnig fram í ræðu Katrínar að fjármála- og efnahagsráðherra Bjarni Benediktsson muni leggja fram frumvarp til laga um þjóðarsjóð. Sjóðurinn verði eitt af lykilmálum ríkisstjórnarinnar og þar sé ætlunin að setja arðgreiðslur frá orkufyrirtækjum í eigu ríkisins. „Annars vegar til að leggja fyrir til framtíðar en hins vegar til að ráðast í átak í uppbyggingu hjúkrunarheimila og til að styrkja rannsóknir og nýsköpun.“ Um önnur efnahagsleg verkefni ríkisstjórnarinnar sagði Katrín að nefnd um endurskoðun peningastefnunnar hafi skilað af sér í júní síðastliðnum. Í framhaldi af þeirri vinnu hyggst Katrín leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um Seðlabankann eftir áramót.280 bókstafir Trumps á Twitter og valdajafnvægi Í lok stefnuræðunnar ræddi Katrín sérstaklega traust á stjórnmál á tímum mikilla samfélagsbreytinga, nýrra miðla og þróunar í upplýsingastreymi. „Ljóst er að traust á stjórnmálum og stjórnsýslu dvínaði skarpt eftir hrun. Þetta traust hefur farið heldur vaxandi án þess að jafnast á við það sem áður var. Líklega verður traust á stjórnmálum og stjórnsýslu aldrei jafn mikið og það var skömmu fyrir hrun,“ sagði Katrín. Með samfélagsmiðla og breytingar á stjórnmálaumræðu til hliðsjónar minntist Katrín á annan þjóðarleiðtoga, Donald Trump, Bandaríkjaforseta. „Þegar slík umskipti verða á miðlaumhverfinu má rifja það upp að því hefur verið haldið fram að miðillinn sníði skilaboðin að sér. Við sjáum þetta víða í nútímanum, jafnvel á sviði alþjóðasamskipta, þar sem valdamesti maður heims, sjálfur Bandaríkjaforseti, setur fram stefnu gagnvart öðrum ríkjum með 280 bókstöfum á Twitter. Eins og við þekkjum úr sögunni þá geta slík umskipti breytt miklu um valdajafnvægið í samfélaginu.“Bjartsýn á samstöðu um stjórnarskrárbreytingar Að síðustu boðaði Katrín endurskoðun stjórnarskrárinnar og sagði formenn stjórnmálaflokkanna hafa fundað nokkrum sinnum um málið. „Þetta hafa verið góðir fundir og ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn á að breið samstaða skapist um breytingar á stjórnarskrá sem vísa veginn til framtíðar fyrir íslenskt samfélag.“ Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, flytur stefnuræða sína. 12. september 2018 19:00 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Óttast að senda hermenn til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi traust á stjórnmálum og stjórnsýslu, sem líklega næði aldrei jafnmiklum hæðum og rétt fyrir hrun, í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld. Hún lagði einnig mikla áherslu á hraðar samfélagsbreytingar á tímum „fjóru iðnbyltingarinnar“ svokölluðu og sagðist jafnframt bjartsýn á að breytingar á stjórnarskránni nái fram að ganga. Eldhúsdagsumræður fara fram á Alþingi í kvöld og fylgjast má með umræðunum í beinni útsendingu hér á Vísi. Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. Hún ræddi baráttu gegn kynferðisofbeldi, heilbrigðismál og samgöngumál, svo fátt eitt sé nefnt, og sagði ríkisstjórnina hafa ráðist í nauðsynlega uppbyggingu þessara samfélagslegu innviða frá fyrsta degi. Þörfin sé brýn, enda geri spár ráð fyrir minni hagvexti á komandi árum.Arðgreiðslur frá orkufyrirtækjum í þjóðarsjóð Þá kom einnig fram í ræðu Katrínar að fjármála- og efnahagsráðherra Bjarni Benediktsson muni leggja fram frumvarp til laga um þjóðarsjóð. Sjóðurinn verði eitt af lykilmálum ríkisstjórnarinnar og þar sé ætlunin að setja arðgreiðslur frá orkufyrirtækjum í eigu ríkisins. „Annars vegar til að leggja fyrir til framtíðar en hins vegar til að ráðast í átak í uppbyggingu hjúkrunarheimila og til að styrkja rannsóknir og nýsköpun.“ Um önnur efnahagsleg verkefni ríkisstjórnarinnar sagði Katrín að nefnd um endurskoðun peningastefnunnar hafi skilað af sér í júní síðastliðnum. Í framhaldi af þeirri vinnu hyggst Katrín leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um Seðlabankann eftir áramót.280 bókstafir Trumps á Twitter og valdajafnvægi Í lok stefnuræðunnar ræddi Katrín sérstaklega traust á stjórnmál á tímum mikilla samfélagsbreytinga, nýrra miðla og þróunar í upplýsingastreymi. „Ljóst er að traust á stjórnmálum og stjórnsýslu dvínaði skarpt eftir hrun. Þetta traust hefur farið heldur vaxandi án þess að jafnast á við það sem áður var. Líklega verður traust á stjórnmálum og stjórnsýslu aldrei jafn mikið og það var skömmu fyrir hrun,“ sagði Katrín. Með samfélagsmiðla og breytingar á stjórnmálaumræðu til hliðsjónar minntist Katrín á annan þjóðarleiðtoga, Donald Trump, Bandaríkjaforseta. „Þegar slík umskipti verða á miðlaumhverfinu má rifja það upp að því hefur verið haldið fram að miðillinn sníði skilaboðin að sér. Við sjáum þetta víða í nútímanum, jafnvel á sviði alþjóðasamskipta, þar sem valdamesti maður heims, sjálfur Bandaríkjaforseti, setur fram stefnu gagnvart öðrum ríkjum með 280 bókstöfum á Twitter. Eins og við þekkjum úr sögunni þá geta slík umskipti breytt miklu um valdajafnvægið í samfélaginu.“Bjartsýn á samstöðu um stjórnarskrárbreytingar Að síðustu boðaði Katrín endurskoðun stjórnarskrárinnar og sagði formenn stjórnmálaflokkanna hafa fundað nokkrum sinnum um málið. „Þetta hafa verið góðir fundir og ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn á að breið samstaða skapist um breytingar á stjórnarskrá sem vísa veginn til framtíðar fyrir íslenskt samfélag.“
Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, flytur stefnuræða sína. 12. september 2018 19:00 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Óttast að senda hermenn til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, flytur stefnuræða sína. 12. september 2018 19:00