Viðurkennir mistök en segist ekki vera dónakall Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. september 2018 18:30 Bjarni Már Júlíusson var í gær rekinn frá Orku náttúrunnar, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, segist mjög sleginn yfir þeirri atburðarás sem leitt hafi til starfsloka hans hjá fyrirtækinu. Stjórn Orku náttúrunnar ákvað á fundi sínum í gær að segja Bjarna Má upp störfum. Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur segir að eitt tilvik, sem teldist til óviðeigandi hegðunar, hafi leitt til ákvöðrunar stjórnar ON að segja Bjarna Má upp störfum. Eiginkona Einars Bárðarsonar umboðsmanns lauk störfum hjá Orku náttúrunnar á mánudag. Einar sendi Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitunnar, tölvupóst í framhaldinu. Í kjölfar upplýsinga í þeim pósti óskaði Bjarni Bjarnason eftir fundi með Einari sem fram fór í gærmorgun. Í framhaldinu fundaði stjórn Orku náttúrunnar eftir hádegi í gær, ákvað að segja Bjarna Má upp störfum og var honum tilkynnt uppsögnin í gærkvöldi.Fréttin sem vakti kátínu hjá Bjarna Má og sendi í afdrifaríkum tölvupósti.Viðurkennir að hafa gert mistök Bjarni Már segist hafa gert mistök í samskiptum sínum við kvenundirmenn sína, konur sem hafi verið með honum í keppnisliði í WOW hjólreiðakeppninni. Atvikið sem hann segir forstjóra vísa til snúist um tölvupóst sem hann sendi fyrrnefndum konum í mars síðastliðnum. Hann hafi hjólað nokkrum sinnum í hringum landið. „Í svoleiðis félagsskap skapast sérstök stemmning og aulahúmor.“ Bjarni Már segist hafa lesið frétt á vef Morgunblaðsins sem honum hafi fundist fyndin. Þar sagði að rannsókn hefði sýnt fram á að konur sem hjóluðu stunduðu betra kynlíf. „Ég tengdi þetta, fannst fyndið og sendi fréttina á samstarfskonur sem höfðu hjólað með mér,“ segir Bjarni Már. Í póstinum hafi hann hann skrifað „Þetta grunaði mig“ og því fylgdi broskall.Segist ekki vera dónakall Strax daginn eftir hafi hann áttað sig á því að óviðeigandi væri fyrir hann að senda slíkan póst sem yfirmaður kvennanna. „Ég sendi þeim öllum svar og baðst afsökunar á þessum aulahúmor. Hann var alls ekki viðeigandi í ljósi stöðu minnar og ég sá mjög mikið eftir því ásamt öðru ógætilegu orðavali innan um samstarfsfólk. Ég baðst afsökunar á því þegar ég kvaddi starfsfólkið í morgun.“ Hann sé þó ekki sá dónakall sem fólk gæti ætlað af fréttaflutningi í dag. „Mér finnst illt að sitja undir þessum dónakallsstimpli. En ætli ég geti ekki sjálfum mér um kennt.“ MeToo Tengdar fréttir Bjarni rekinn frá ON eftir „óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04 Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, segist mjög sleginn yfir þeirri atburðarás sem leitt hafi til starfsloka hans hjá fyrirtækinu. Stjórn Orku náttúrunnar ákvað á fundi sínum í gær að segja Bjarna Má upp störfum. Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur segir að eitt tilvik, sem teldist til óviðeigandi hegðunar, hafi leitt til ákvöðrunar stjórnar ON að segja Bjarna Má upp störfum. Eiginkona Einars Bárðarsonar umboðsmanns lauk störfum hjá Orku náttúrunnar á mánudag. Einar sendi Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitunnar, tölvupóst í framhaldinu. Í kjölfar upplýsinga í þeim pósti óskaði Bjarni Bjarnason eftir fundi með Einari sem fram fór í gærmorgun. Í framhaldinu fundaði stjórn Orku náttúrunnar eftir hádegi í gær, ákvað að segja Bjarna Má upp störfum og var honum tilkynnt uppsögnin í gærkvöldi.Fréttin sem vakti kátínu hjá Bjarna Má og sendi í afdrifaríkum tölvupósti.Viðurkennir að hafa gert mistök Bjarni Már segist hafa gert mistök í samskiptum sínum við kvenundirmenn sína, konur sem hafi verið með honum í keppnisliði í WOW hjólreiðakeppninni. Atvikið sem hann segir forstjóra vísa til snúist um tölvupóst sem hann sendi fyrrnefndum konum í mars síðastliðnum. Hann hafi hjólað nokkrum sinnum í hringum landið. „Í svoleiðis félagsskap skapast sérstök stemmning og aulahúmor.“ Bjarni Már segist hafa lesið frétt á vef Morgunblaðsins sem honum hafi fundist fyndin. Þar sagði að rannsókn hefði sýnt fram á að konur sem hjóluðu stunduðu betra kynlíf. „Ég tengdi þetta, fannst fyndið og sendi fréttina á samstarfskonur sem höfðu hjólað með mér,“ segir Bjarni Már. Í póstinum hafi hann hann skrifað „Þetta grunaði mig“ og því fylgdi broskall.Segist ekki vera dónakall Strax daginn eftir hafi hann áttað sig á því að óviðeigandi væri fyrir hann að senda slíkan póst sem yfirmaður kvennanna. „Ég sendi þeim öllum svar og baðst afsökunar á þessum aulahúmor. Hann var alls ekki viðeigandi í ljósi stöðu minnar og ég sá mjög mikið eftir því ásamt öðru ógætilegu orðavali innan um samstarfsfólk. Ég baðst afsökunar á því þegar ég kvaddi starfsfólkið í morgun.“ Hann sé þó ekki sá dónakall sem fólk gæti ætlað af fréttaflutningi í dag. „Mér finnst illt að sitja undir þessum dónakallsstimpli. En ætli ég geti ekki sjálfum mér um kennt.“
MeToo Tengdar fréttir Bjarni rekinn frá ON eftir „óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04 Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Bjarni rekinn frá ON eftir „óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04
Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40