Spá margra daga eymd vegna Florence Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. september 2018 07:00 Margir gista nú í neyðarskýlum. Þessi fjölskylda hélt til í Conway High School í Suður-Karólínu í gær. Vísir/AP Spá bandarísku fellibyljamiðstöðvarinnar (NHC) í gær gerði ráð fyrir því að fellibylurinn Florence gengi á land í sunnanverðri Norður-Karólínu klukkan átta í morgun að staðartíma, eða á hádegi að íslenskum tíma. Þá myndi stormurinn halda áfram í vestur þvert yfir Suður-Karólínu og svo þaðan í norðaustur. Meðalvindhraði var um 47 metrar á sekúndu í gær og var því spáð að hann yrði svipaður þegar stormurinn gengi á land. Hægst hefur nokkuð á vindi, stormurinn kominn niður á annað stig, en þrátt fyrir það telst hann enn lífshættulegur. Þegar stormurinn fikraði sig nær landi í gær gátu íbúar á strandlengju Karólínuríkjanna vel fundið fyrir honum. „Það er bara forleikurinn að margra daga eymd,“ sagði í umfjöllun CNN. Brock Long, stjórnandi almannavarnastofnunarinnar FEMA, sagði í gær að þótt vindhraði hefði minnkað væri stormurinn ekki hættuminni. Þvermál hans hefði tvöfaldast og þótt dregið hefði úr vindhraða hefði það ekki haft nein áhrif á úrkomuspána. „Úrkoma verður mæld í fetum, ekki tommum,“ varaði Long við. Stjórnandinn varaði íbúa, það er að segja þá sem ekki höfðu flúið þegar blaðamannafundurinn var haldinn, við því að flóð vegna stormsins gætu orðið gríðarleg. „Þið hafið ekki mikið meiri tíma. Sjávarborð fer hækkandi,“ sagði Long og benti á að fólk sem byggi nærri ám, fljótum og á láglendi væri í mestri hættu. Veðurfræðingar hafa spáð því að flóðvatn gæti náð fjögurra metra dýpi í Karólínuríkjunum. „Þetta snýst í rauninni um stærð stormsins. Því stærri sem stormurinn er og því hægar sem hann fer yfir, þeim mun meiri er hættan. Og sú er staðan akkúrat núna,“ sagði Ken Graham, æðsti stjórnandi NHC, í gær. Í gær héldu íbúar áfram að annaðhvort byrgja sig upp og inni fyrir storminn eða flýja. Fimm milljónir búa á svæðum þar sem fellibylsviðvörun er í gildi og álíka margir á svæðum þar sem stormviðvörun er í gildi. Það er deginum ljósara að afleiðingar hamfaranna verða alvarlegar ef spár reynast réttar. Fjölmargir gætu misst heimili sín og týnt lífi. Þá gætu áhrif á innviði orðið gríðarleg. Duke Energy, næststærsta orkufyrirtæki Bandaríkjanna, greindi frá því í gær að stormurinn gæti gert þrjár milljónir viðskiptavina rafmagnslausar vikum saman.Filippseyjar og Kína í hættu Fellibyljir gera nú vart við sig víðar en í Bandaríkjunum. Samkvæmt kínverska miðlinum Xinhuanet var 12.000 íbúum Guangdong-héraðs gert að flýja heimili sín í gær. Spár gerðu ráð fyrir því að fellibylurinn Barijat gengi á land í nótt. Fellibylurinn Mangkhut vofir svo yfir Filippseyjum, en sá er stærri en Florence. Í gær mældist hann á fimmta stigi og var vindhraðinn um áttatíu metrar á sekúndu. Spár gera ráð fyrir því að Mangkhut gangi á land á morgun á Luzoneyju, norðan við höfuðborgina Maníla. „Mangkhut er stærri, sterkari og hættulegri stormur en Florence. Ef hann gengur beint á land yrðu hamfarirnar mun meiri vegna umfangs stormsins,“ sagði veðurfræðingur CNN í gær en bætti því við að austurströnd Bandaríkjanna væri talsvert þéttbýlli og þar væru umfangsmeiri innviðir. „Þess vegna mun Florence nær örugglega valda meiri skaða, en Mangkhut er í eðli sínu lífshættulegri þar sem vindhraðinn verður meiri og á stærra svæði og flóð verða sömuleiðis meiri.“ Mangkhut hefur nú þegar vaðið yfir Gvam og Marshall-eyjar. Þar hefur stormurinn valdið miklum flóðum og rafmagnsleysi og var hluti Gvam enn án rafmagns í gær. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Spá bandarísku fellibyljamiðstöðvarinnar (NHC) í gær gerði ráð fyrir því að fellibylurinn Florence gengi á land í sunnanverðri Norður-Karólínu klukkan átta í morgun að staðartíma, eða á hádegi að íslenskum tíma. Þá myndi stormurinn halda áfram í vestur þvert yfir Suður-Karólínu og svo þaðan í norðaustur. Meðalvindhraði var um 47 metrar á sekúndu í gær og var því spáð að hann yrði svipaður þegar stormurinn gengi á land. Hægst hefur nokkuð á vindi, stormurinn kominn niður á annað stig, en þrátt fyrir það telst hann enn lífshættulegur. Þegar stormurinn fikraði sig nær landi í gær gátu íbúar á strandlengju Karólínuríkjanna vel fundið fyrir honum. „Það er bara forleikurinn að margra daga eymd,“ sagði í umfjöllun CNN. Brock Long, stjórnandi almannavarnastofnunarinnar FEMA, sagði í gær að þótt vindhraði hefði minnkað væri stormurinn ekki hættuminni. Þvermál hans hefði tvöfaldast og þótt dregið hefði úr vindhraða hefði það ekki haft nein áhrif á úrkomuspána. „Úrkoma verður mæld í fetum, ekki tommum,“ varaði Long við. Stjórnandinn varaði íbúa, það er að segja þá sem ekki höfðu flúið þegar blaðamannafundurinn var haldinn, við því að flóð vegna stormsins gætu orðið gríðarleg. „Þið hafið ekki mikið meiri tíma. Sjávarborð fer hækkandi,“ sagði Long og benti á að fólk sem byggi nærri ám, fljótum og á láglendi væri í mestri hættu. Veðurfræðingar hafa spáð því að flóðvatn gæti náð fjögurra metra dýpi í Karólínuríkjunum. „Þetta snýst í rauninni um stærð stormsins. Því stærri sem stormurinn er og því hægar sem hann fer yfir, þeim mun meiri er hættan. Og sú er staðan akkúrat núna,“ sagði Ken Graham, æðsti stjórnandi NHC, í gær. Í gær héldu íbúar áfram að annaðhvort byrgja sig upp og inni fyrir storminn eða flýja. Fimm milljónir búa á svæðum þar sem fellibylsviðvörun er í gildi og álíka margir á svæðum þar sem stormviðvörun er í gildi. Það er deginum ljósara að afleiðingar hamfaranna verða alvarlegar ef spár reynast réttar. Fjölmargir gætu misst heimili sín og týnt lífi. Þá gætu áhrif á innviði orðið gríðarleg. Duke Energy, næststærsta orkufyrirtæki Bandaríkjanna, greindi frá því í gær að stormurinn gæti gert þrjár milljónir viðskiptavina rafmagnslausar vikum saman.Filippseyjar og Kína í hættu Fellibyljir gera nú vart við sig víðar en í Bandaríkjunum. Samkvæmt kínverska miðlinum Xinhuanet var 12.000 íbúum Guangdong-héraðs gert að flýja heimili sín í gær. Spár gerðu ráð fyrir því að fellibylurinn Barijat gengi á land í nótt. Fellibylurinn Mangkhut vofir svo yfir Filippseyjum, en sá er stærri en Florence. Í gær mældist hann á fimmta stigi og var vindhraðinn um áttatíu metrar á sekúndu. Spár gera ráð fyrir því að Mangkhut gangi á land á morgun á Luzoneyju, norðan við höfuðborgina Maníla. „Mangkhut er stærri, sterkari og hættulegri stormur en Florence. Ef hann gengur beint á land yrðu hamfarirnar mun meiri vegna umfangs stormsins,“ sagði veðurfræðingur CNN í gær en bætti því við að austurströnd Bandaríkjanna væri talsvert þéttbýlli og þar væru umfangsmeiri innviðir. „Þess vegna mun Florence nær örugglega valda meiri skaða, en Mangkhut er í eðli sínu lífshættulegri þar sem vindhraðinn verður meiri og á stærra svæði og flóð verða sömuleiðis meiri.“ Mangkhut hefur nú þegar vaðið yfir Gvam og Marshall-eyjar. Þar hefur stormurinn valdið miklum flóðum og rafmagnsleysi og var hluti Gvam enn án rafmagns í gær.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira