Innlent

Breytingar á borgarstjórnarsalnum kosta 84 milljónir króna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Salurinn eftir breytingar.
Salurinn eftir breytingar. Fréttablaðið/Anton Brink
Fjölgun borgarfulltrúa Reykjavíkur úr 15 í 23 við síðustu borgarstjórnarkosningar kallaði á umfangsmiklar breytingar á fundarsal borgarstjórnar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Áætlaður kostnaður vegna viðhalds, fjölgunar og nýs fundarumsjónarkerfis nemur í heildina 84 milljónum krónum.

Þetta kemur fram í svari skrifstofu eigna og atvinnuþróunar við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Fyrirspurnin var lögð fram á fundi borgarráðs þann 16. ágúst og hefur skrifstofa eigna og atvinnuþróunar skilað umsögn sinni.

Borgarstjórnarsalurinn fyrir breytingar.Vísir/Vilhelm
Þar kemur fram að borgarstjórnarsalurinn hafi staðið nánast óbreyttur frá upphafi. Í framkvæmdum hafi falist uppsetning nýs fundarumsjónakerfis og að skipta út borðum. Til viðbótar var unnið að viðgerðum á föstum búnaði, endurnýjun tölvukerfa, lökkun á gólfi og málun veggja. Sömuleiðis endurnýja öll ljós og setja upp nýjan skjávarpa.

Áætlaður kostnaður vegna viðhalds er 22 milljónir króna, vegna fjölgunar borgarfulltrúa 28 milljónir króna og vegna fundarumsjónakerfis 34 milljónir króna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×