Innlent

Leggja til friðlýsingu þriggja svæða

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Fréttablaðið/Anton Brink

Umhverfisstofnun hefur lagt fram til kynningar tillögur að friðlýsingu þriggja svæða á hálendinu á grunni flokkunar þeirra í verndarflokk rammaáætlunar. Um er að ræða vatnasvið Hólmsár, Tungnaár, Jökulfalls og Hvítár.

„Þetta er afar mikilvægt skref sem hér er stigið í náttúruvernd á Íslandi,“ er haft eftir Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra, í frétt á vef Stjórnarráðsins.

Svæðin þrjú eru öll í verndarflokki rammaáætlunar semkvæmt samþykkt Alþingis frá árinu 2013. Þau ber því að friðlýsa gegn orkunýtingu. Unnið er að því, sem og friðlýsingum fleiri svæða í verndarflokki. Þetta er í fyrsta skipti sem sendar eru út til umsagnar tillögur að friðlýsingum einvörðungu á grunni rammaáætlunar.

Stefnt er að því á næstu vikum að leggja fram til kynningar önnur friðlýsingaráform sem falla undir verndarflokk rammaáætlunar. Frestur til athugasemda við tillögurnar sem auglýstar voru í morgun hjá Umhverfisstofnun til og með 14. desember. 


Tengdar fréttir

Gleymdist að auglýsa meirihluta friðlýsinga

Af fjórtán friðlýsingum sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson samþykkti í stjórnartíð sinni voru tíu ekki auglýstar í Stjórnartíðindum. Um sérstakar friðanir er að ræða, ekki sjálfkrafa friðlýsingar. Hafnargarðurinn er eitt dæmið.

Kerlingarfjöll friðlýst í sumar

Fjórir af 20 virkjunarkostum í verndarflokki rammaáætlunar falla undir friðlýsingu Kerlingarfjalla. Hin sextán svæðin ber að friðlýsa.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.