Innlent

Leggja til friðlýsingu þriggja svæða

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Fréttablaðið/Anton Brink
Umhverfisstofnun hefur lagt fram til kynningar tillögur að friðlýsingu þriggja svæða á hálendinu á grunni flokkunar þeirra í verndarflokk rammaáætlunar. Um er að ræða vatnasvið Hólmsár, Tungnaár, Jökulfalls og Hvítár.

„Þetta er afar mikilvægt skref sem hér er stigið í náttúruvernd á Íslandi,“ er haft eftir Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra, í frétt á vef Stjórnarráðsins.

Svæðin þrjú eru öll í verndarflokki rammaáætlunar semkvæmt samþykkt Alþingis frá árinu 2013. Þau ber því að friðlýsa gegn orkunýtingu. Unnið er að því, sem og friðlýsingum fleiri svæða í verndarflokki. Þetta er í fyrsta skipti sem sendar eru út til umsagnar tillögur að friðlýsingum einvörðungu á grunni rammaáætlunar.

Stefnt er að því á næstu vikum að leggja fram til kynningar önnur friðlýsingaráform sem falla undir verndarflokk rammaáætlunar. Frestur til athugasemda við tillögurnar sem auglýstar voru í morgun hjá Umhverfisstofnun til og með 14. desember. 


Tengdar fréttir

Kerlingarfjöll friðlýst í sumar

Fjórir af 20 virkjunarkostum í verndarflokki rammaáætlunar falla undir friðlýsingu Kerlingarfjalla. Hin sextán svæðin ber að friðlýsa.

Gleymdist að auglýsa meirihluta friðlýsinga

Af fjórtán friðlýsingum sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson samþykkti í stjórnartíð sinni voru tíu ekki auglýstar í Stjórnartíðindum. Um sérstakar friðanir er að ræða, ekki sjálfkrafa friðlýsingar. Hafnargarðurinn er eitt dæmið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×