Kerlingarfjöll friðlýst í sumar Svavar Hávarðsson skrifar 2. mars 2016 07:00 Kerlingarfjöll eru fjallaklasi á hálendinu. Þar eru fjölbreyttar og sérstæðar jarðmyndanir og merkilegt samspil jarðhita, íss og gróðurs. vísir/vilhelm Gangi verk- og tímaáætlun eftir verður lokið við friðlýsingu Kerlingarfjalla og hún undirrituð um miðjan júní næstkomandi. Fjögur svæði í verndarflokki rammaáætlunar falla undir friðlýsinguna; Hverabotn, Neðri-Hveradalir, Kisubotnar og Þverfell. Sagt var frá því á dögunum að Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, setti af stað vinnu við undirbúning að friðlýsingu Kerlingarfjalla nýlega. Haldinn var undirbúningsfundur 2. febrúar á Flúðum með fulltrúum Umhverfisstofnunar og Hrunamannahrepps. Kom fram skýr vilji af hálfu heimamanna að friðlýsing gæti gengið fljótt og vel. Fréttablaðið sagði frá því í september að ekkert þeirra tuttugu svæða sem stokkast höfðu í verndarflokk í núgildandi rammaáætlun hefði verið friðlýst á þeim tímapunkti – þvert á lög. Vinna við friðlýsingarnar hefur legið niðri að mestu um alllangt skeið en ástæðan er að fjármagn til þeirra verka var skorið niður þrátt fyrir að ekki sé um háar upphæðir að ræða. Hildur Vésteinsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, staðfestir að ef allt gengur að óskum þá verði friðlýsing Kerlingarfjalla undirrituð í júní, en kostnaðarmat vegna friðlýsingarinnar liggur hins vegar ekki fyrir. Spurð um friðlýsingar á undanförnum árum segir Hildur að á síðasta ári hafi hægt verulega á vinnu við friðlýsingar, en vinnan hefur þó ekki legið alveg niðri. „Það er hins vegar orðið nokkuð langt síðan síðasta friðlýsing var staðfest, en það var fólkvangurinn Bringur [í Mosfellsdal] sem friðlýstur var þann 20. maí 2014,“ segir Hildur. Árið 2013 var lagður mikilvægur grunnur að undirbúningi friðlýsinga svæða í verndarflokki rammaáætlunar hjá Umhverfisstofnun. Í samráði við umhverfisráðuneytið var ákveðið að leggja áherslu á svæði innan þjóðlendna. Haldinn var samráðsfundur með forsætisráðuneytinu í tengslum við þá áherslu og lagður grunnur að verklagi. Enn fremur voru haldnir nokkrir samráðsfundir með umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, fulltrúum sveitarfélaga ásamt Náttúrufræðistofnun. Í lok árs var undirbúningsvinnan hins vegar sett á ís – og fjárskorti kennt um af fjárveitingavaldinu. Umhverfisstofnun hefur hins vegar bent á að mikinn hluta þeirrar vinnu sem þegar hefur verið unnin í samráði og kynningu þurfi að endurtaka ef sú bið verður löng. Því styttist í að þessi undirbúningsvinna sem þó hafði verið unnin fari fyrir lítið – hvað varðar önnur svæði í verndarflokki rammaáætlunar en Kerlingarfjöll – sem eru þá sextán eftir.Friðlýst svæði 114 allsÁrið 2013 varði Umhverfisstofnun 37,5 milljónum króna á núvirði til friðlýsinga – og átti það við bæði friðlýsingar tengdar rammaáætlun og samkvæmt náttúruverndaráætlun. Friðlýsingar eru í tengslum við rammaáætlun, náttúruverndaráætlun og samkvæmt tillögum sveitarfélaga, landeigenda eða annarra aðila. Vinna hófst við alla 20 kostina sem voru settir í verndarflokk rammaáætlunar. Friðlýst svæði á Íslandi eru 114 talsins – aðeins eru til þrettán verndar- og stjórnunaráætlanir fyrir þessi svæði. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Gangi verk- og tímaáætlun eftir verður lokið við friðlýsingu Kerlingarfjalla og hún undirrituð um miðjan júní næstkomandi. Fjögur svæði í verndarflokki rammaáætlunar falla undir friðlýsinguna; Hverabotn, Neðri-Hveradalir, Kisubotnar og Þverfell. Sagt var frá því á dögunum að Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, setti af stað vinnu við undirbúning að friðlýsingu Kerlingarfjalla nýlega. Haldinn var undirbúningsfundur 2. febrúar á Flúðum með fulltrúum Umhverfisstofnunar og Hrunamannahrepps. Kom fram skýr vilji af hálfu heimamanna að friðlýsing gæti gengið fljótt og vel. Fréttablaðið sagði frá því í september að ekkert þeirra tuttugu svæða sem stokkast höfðu í verndarflokk í núgildandi rammaáætlun hefði verið friðlýst á þeim tímapunkti – þvert á lög. Vinna við friðlýsingarnar hefur legið niðri að mestu um alllangt skeið en ástæðan er að fjármagn til þeirra verka var skorið niður þrátt fyrir að ekki sé um háar upphæðir að ræða. Hildur Vésteinsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, staðfestir að ef allt gengur að óskum þá verði friðlýsing Kerlingarfjalla undirrituð í júní, en kostnaðarmat vegna friðlýsingarinnar liggur hins vegar ekki fyrir. Spurð um friðlýsingar á undanförnum árum segir Hildur að á síðasta ári hafi hægt verulega á vinnu við friðlýsingar, en vinnan hefur þó ekki legið alveg niðri. „Það er hins vegar orðið nokkuð langt síðan síðasta friðlýsing var staðfest, en það var fólkvangurinn Bringur [í Mosfellsdal] sem friðlýstur var þann 20. maí 2014,“ segir Hildur. Árið 2013 var lagður mikilvægur grunnur að undirbúningi friðlýsinga svæða í verndarflokki rammaáætlunar hjá Umhverfisstofnun. Í samráði við umhverfisráðuneytið var ákveðið að leggja áherslu á svæði innan þjóðlendna. Haldinn var samráðsfundur með forsætisráðuneytinu í tengslum við þá áherslu og lagður grunnur að verklagi. Enn fremur voru haldnir nokkrir samráðsfundir með umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, fulltrúum sveitarfélaga ásamt Náttúrufræðistofnun. Í lok árs var undirbúningsvinnan hins vegar sett á ís – og fjárskorti kennt um af fjárveitingavaldinu. Umhverfisstofnun hefur hins vegar bent á að mikinn hluta þeirrar vinnu sem þegar hefur verið unnin í samráði og kynningu þurfi að endurtaka ef sú bið verður löng. Því styttist í að þessi undirbúningsvinna sem þó hafði verið unnin fari fyrir lítið – hvað varðar önnur svæði í verndarflokki rammaáætlunar en Kerlingarfjöll – sem eru þá sextán eftir.Friðlýst svæði 114 allsÁrið 2013 varði Umhverfisstofnun 37,5 milljónum króna á núvirði til friðlýsinga – og átti það við bæði friðlýsingar tengdar rammaáætlun og samkvæmt náttúruverndaráætlun. Friðlýsingar eru í tengslum við rammaáætlun, náttúruverndaráætlun og samkvæmt tillögum sveitarfélaga, landeigenda eða annarra aðila. Vinna hófst við alla 20 kostina sem voru settir í verndarflokk rammaáætlunar. Friðlýst svæði á Íslandi eru 114 talsins – aðeins eru til þrettán verndar- og stjórnunaráætlanir fyrir þessi svæði.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent