Innlent

Tónninn sleginn í kröfugerð vegna komandi kjarasamninga

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Í stjórnarsáttmálanum segir að ríkisstjórnin muni beita sér fyrir samstilltu átaki með aðilum vinnumarkaðarins til að tryggja að kjarasamningar skili launþegum og samfélaginu raunverulegum ávinningi.
Í stjórnarsáttmálanum segir að ríkisstjórnin muni beita sér fyrir samstilltu átaki með aðilum vinnumarkaðarins til að tryggja að kjarasamningar skili launþegum og samfélaginu raunverulegum ávinningi. Fréttablaðið/Eyþór

Stjórnvöld hafa staðið fyrir samráðsfundum með aðilum vinnumarkaðarins frá því í ársbyrjun. Í aðdraganda komandi kjarasamninga var Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor fenginn til að vinna skýrslu um stöðu efnahagsmála. Í skýrslunni sem kynnt var í samráðshópnum í síðustu viku kemur fram að svigrúm til launahækkana sé um fjögur prósent.

Ljóst er að verkalýðshreyfingin lítur einnig til aðgerða stjórnvalda til að liðka fyrir samningum. ASÍ sendi í gær frá sér tilkynningu þar sem segir að tími aðgerða sé runninn upp. Búið sé að greina stöðuna og er þar meðal annars vísað í ársgamla skýrslu sambandsins um þróun á skattbyrði launafólks.

Segir í tilkynningunni að kaupmáttaraukning síðustu ára hafi síður skilað sér til lágtekjufólks vegna vaxandi skattbyrði. Stjórnvöld hafi í skattaáherslum sínum unnið gegn áherslu verkalýðshreyfingarinnar á sérstaka hækkun lægstu launa.

Þessi þróun hafi orðið vegna þess að skattleysismörk hafi ekki fylgt launaþróun á sama tíma og vaxta- og barnabætur hafi lækkað. ASÍ segir að boltinn sé hjá stjórnvöldum og tími til kominn að tekið verði á þessu augljósa óréttlæti.


Tengdar fréttir

Spáir frostavetri í kjaramálum bregðist stjórnvöld ekki við

Það skellur á frostavetur í kjaramálum ef stjórnvöld bregðast ekki við kröfum um róttækar kerfisbreytingar, að sögn formanns verkalýðsfélags Akraness. Forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á ósætti á vinnumarkaði og þurfi að koma með nýjar lausnir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.