Spáir frostavetri í kjaramálum bregðist stjórnvöld ekki við Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. júlí 2018 19:00 Það skellur á frostavetur í kjaramálum ef stjórnvöld bregðast ekki við kröfum um róttækar kerfisbreytingar, að sögn formanns verkalýðsfélags Akraness. Forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á ósætti á vinnumarkaði og þurfi að koma með nýjar lausnir. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir ekkert nýtt í því að forsvarsmenn atvinnulífsins haldi því fram að lítið sem ekkert svigrúm sé til launahækkana í næstu kjarasamningum líkt og kom fram hjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur formanni Samtaka iðnaðarins í gær. „Við höfum heyrt áður þessa plötu hræðsluáróðurs. Henni hefur ávallt verið skellt á fóninni. Árið 2015 spáðu Samtök atvinnulífsins til dæmis 20% hækkun á verðbólgu vegna kjarasamninganna þá en raunin varð 2% verðbólga. Ég vísa þessu því til föðurhúsanna,“ segir Vilhjálmur. Hann segir stjórnvöld geta forðað gríðarlegri baráttu á vinnumarkaði. „Þau þurfa að ná niður vöxtum, afnema verðtryggingu, taka húsnæðisliðinn út, minnka skattbyrði tekjulægstu hópanna, hækka barnabætur sem hafa nánast þurrkast hér út og svona mætti lengi telja, “ segir hann. Vilhjálmur spáir vetrarhörku í kjaramálum taki stjórnvöld ekki við sér og komi á róttækum kerfisbreytingum. „Ef að stjórnvöld verða ekki tilbúin þá held ég að sé óhætt að segja að frostaveturinn mikli sem var hér 1918 skelli á í kjaramálum,“ segir hann.Stjórnvöld beri ábyrgð Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ er á sama máli og segir kjaramálin í höndum stjórnvalda. „Ábyrgðin á þessari stöðu er í höndum stjórnvalda og þau þurfa að koma með aðrar lausnir en hafa verið kynntar,“ segir hann. Úrskurður kjararáðs um hækkun launa hafi hleypt illu blóði í launþega. „Fólk er ekki sátt við það að þeim sé skenkt lakari staða en stjórnvöld hafa þegið. Þá er er búin að vera meiri verkfallstíðni á Íslandi vegna þessa en við höfum séð býsnla leng. Því er ekkert að linna því miður,“ segir hann. Kjaramál Tengdar fréttir Vandar „yfirelítu þessa lands“ ekki kveðjurnar vegna launahækkunar bankastjóra Tilefni færslu Vilhjálms Birgissonar, verkalýðsleiðtoga á Akranesi, er frétt Fréttablaðsins um launahækkun bankastjóra Landbankans sem nemur 1,2 milljónum á mánuði. 3. júlí 2018 12:39 Vendipunktur í verðbólguþróun Undanfarin fjögur ár hafa innfluttar vörur dregið niður verðlag hérlendis. Nú er gengi krónu hætt að styrkjast, olíuverð hefur hækkað um 43% á einu ári og verðbólga færist nær eðlilegu horfi í viðskiptalöndunum. 3. maí 2018 06:00 Ögurstund runnin upp á vinnumarkaði Kjarasamningar um 100 þúsund manns gætu orðið lausir í dag. Formannafundur ASÍ hefur lokaorðið í þeim efnum. 28. febrúar 2018 07:00 VR vill segja upp kjarasamningum: „Einfaldlega verið að hafa okkur að fíflum“ Stjórnar- og trúnaðarráð VR lítur svo á að forsendur kjarasamninga séu brostnar og að öllu óbreyttu beri að segja þeim upp. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundi ráðsins í kvöld. 27. febrúar 2018 21:30 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Börn og unglingar eru 9 klukkutíma á dag í símanum Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Það skellur á frostavetur í kjaramálum ef stjórnvöld bregðast ekki við kröfum um róttækar kerfisbreytingar, að sögn formanns verkalýðsfélags Akraness. Forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á ósætti á vinnumarkaði og þurfi að koma með nýjar lausnir. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir ekkert nýtt í því að forsvarsmenn atvinnulífsins haldi því fram að lítið sem ekkert svigrúm sé til launahækkana í næstu kjarasamningum líkt og kom fram hjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur formanni Samtaka iðnaðarins í gær. „Við höfum heyrt áður þessa plötu hræðsluáróðurs. Henni hefur ávallt verið skellt á fóninni. Árið 2015 spáðu Samtök atvinnulífsins til dæmis 20% hækkun á verðbólgu vegna kjarasamninganna þá en raunin varð 2% verðbólga. Ég vísa þessu því til föðurhúsanna,“ segir Vilhjálmur. Hann segir stjórnvöld geta forðað gríðarlegri baráttu á vinnumarkaði. „Þau þurfa að ná niður vöxtum, afnema verðtryggingu, taka húsnæðisliðinn út, minnka skattbyrði tekjulægstu hópanna, hækka barnabætur sem hafa nánast þurrkast hér út og svona mætti lengi telja, “ segir hann. Vilhjálmur spáir vetrarhörku í kjaramálum taki stjórnvöld ekki við sér og komi á róttækum kerfisbreytingum. „Ef að stjórnvöld verða ekki tilbúin þá held ég að sé óhætt að segja að frostaveturinn mikli sem var hér 1918 skelli á í kjaramálum,“ segir hann.Stjórnvöld beri ábyrgð Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ er á sama máli og segir kjaramálin í höndum stjórnvalda. „Ábyrgðin á þessari stöðu er í höndum stjórnvalda og þau þurfa að koma með aðrar lausnir en hafa verið kynntar,“ segir hann. Úrskurður kjararáðs um hækkun launa hafi hleypt illu blóði í launþega. „Fólk er ekki sátt við það að þeim sé skenkt lakari staða en stjórnvöld hafa þegið. Þá er er búin að vera meiri verkfallstíðni á Íslandi vegna þessa en við höfum séð býsnla leng. Því er ekkert að linna því miður,“ segir hann.
Kjaramál Tengdar fréttir Vandar „yfirelítu þessa lands“ ekki kveðjurnar vegna launahækkunar bankastjóra Tilefni færslu Vilhjálms Birgissonar, verkalýðsleiðtoga á Akranesi, er frétt Fréttablaðsins um launahækkun bankastjóra Landbankans sem nemur 1,2 milljónum á mánuði. 3. júlí 2018 12:39 Vendipunktur í verðbólguþróun Undanfarin fjögur ár hafa innfluttar vörur dregið niður verðlag hérlendis. Nú er gengi krónu hætt að styrkjast, olíuverð hefur hækkað um 43% á einu ári og verðbólga færist nær eðlilegu horfi í viðskiptalöndunum. 3. maí 2018 06:00 Ögurstund runnin upp á vinnumarkaði Kjarasamningar um 100 þúsund manns gætu orðið lausir í dag. Formannafundur ASÍ hefur lokaorðið í þeim efnum. 28. febrúar 2018 07:00 VR vill segja upp kjarasamningum: „Einfaldlega verið að hafa okkur að fíflum“ Stjórnar- og trúnaðarráð VR lítur svo á að forsendur kjarasamninga séu brostnar og að öllu óbreyttu beri að segja þeim upp. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundi ráðsins í kvöld. 27. febrúar 2018 21:30 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Börn og unglingar eru 9 klukkutíma á dag í símanum Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Vandar „yfirelítu þessa lands“ ekki kveðjurnar vegna launahækkunar bankastjóra Tilefni færslu Vilhjálms Birgissonar, verkalýðsleiðtoga á Akranesi, er frétt Fréttablaðsins um launahækkun bankastjóra Landbankans sem nemur 1,2 milljónum á mánuði. 3. júlí 2018 12:39
Vendipunktur í verðbólguþróun Undanfarin fjögur ár hafa innfluttar vörur dregið niður verðlag hérlendis. Nú er gengi krónu hætt að styrkjast, olíuverð hefur hækkað um 43% á einu ári og verðbólga færist nær eðlilegu horfi í viðskiptalöndunum. 3. maí 2018 06:00
Ögurstund runnin upp á vinnumarkaði Kjarasamningar um 100 þúsund manns gætu orðið lausir í dag. Formannafundur ASÍ hefur lokaorðið í þeim efnum. 28. febrúar 2018 07:00
VR vill segja upp kjarasamningum: „Einfaldlega verið að hafa okkur að fíflum“ Stjórnar- og trúnaðarráð VR lítur svo á að forsendur kjarasamninga séu brostnar og að öllu óbreyttu beri að segja þeim upp. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundi ráðsins í kvöld. 27. febrúar 2018 21:30