Fótbolti

Byrjunarlið Íslands: Berglind byrjar frammi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar marki með landsliðinu ásamt Dagnýju Brynjarsdóttur.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar marki með landsliðinu ásamt Dagnýju Brynjarsdóttur. Vísir/Anton

Berglind Björg Þorvaldsdóttir byrjar í fremstu línu íslenska landsliðsins sem mætir Þjóðverjum í dag.

Af byrjunarliði Freys að dæma má ætla að Sif Atladóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir verði í þriggja manna miðvarðalínu í hjarta varnarinnar.

Eini hreinræktaði framherjinn í liðnu er Berglind Björg, en það er nægt sóknarafl í liðnu með Fanndísi Friðriksdóttur og Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur sem var markahæst í undankeppninni.

Selma Sól Magnúsdóttir fær traustið líkt og í leiknum gegn Slóvenum í júní. Hún hefur aðeins spilað sex landsleiki fyrir Ísland og þeir komu allir á þessu ári.

Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan 14:55. Upphitun fyrir leikinn er hafin á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá og hana má nálgast hér á Vísi.


 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.